Andvari - 01.01.1880, Síða 96
90
Nokkur orö um
um hið sama, 1860 fór Ferdinand Zirkel um landið;
liann er einhver hinn frægast.i jarðfrœðingur, sem nú er
uppi, og hefir komið því á gang, að rannsaka steina með
sjónauka (microskopische petrografie); hann hefir ritað
um bergfrœði íslands og efuasamsetning steinanna þar.
Faijkull hefir 1867 gjört dálítinn jarðfrœðisuppdrátt
af íslandi, og það er hinn fyrsti og seinasti sem til er;
þó að hann sje ófullkominn, eins og von er, þá gefur hann
þó gott yfirlit yfir byggingu landsins. Johnstrnp,
sem ferðaðist hjer 1871 og 1875, hefir rit.að um eldgosin
1875, og von er á riti frá hans hendi um brennisteins-
námur o. fi. Hinn ágæti uppdráttur ísiands eptir Björn
Gunnlaugsson er til stórmikilla nota bæði fyrir
jarðfrœði og landafrœði, því að það er nærri ómögulegt,
að rannsaka innri byggingu lands, sem menn eigi hafa
nákvæman uppdrátt af.
3. Pliocene (af ní.tiov meira og z«n>ós nýr). J>á
urðu margar byltingar af jarðeldum, og stór fjöll og
fjallgarðar risu upp. Af fjaligörðum Evrópu er það
sannað af jarðfrœðingum að Pýreueafjöllin, Apennína-
fjöllin og Karpathafjölli'n komu fyrst upp, síðan vestur-
hluti Alpafjalla með Mont Blanc, og seinast austurhluti
Alpafjalla. fessi umbrot komu því til leiðar, að hin
eldri jarðlög beygðust og brotnuðu á ýmsan hátt, og
dalir og Qallgarðar mynduðust af þeim. Af basalti
gaus upp töluvert hjer og hvar, og myndaði fjöll. Við
þessi stórkostlegu gos urðu, eins og gefur að skilja,
miklir landskjálftai', er gjörðu sitt til að breyta yfir-
borði og stœrð landanna og lögun sjávaibotnsins. Sum
hin hæstu af fjöllum þessum hafa líklega verið nokkuð
hulin snjó, og víða vóru stór stöðuvötn. A þessu tíma-
bili var hitabeltum jarðarinnar enn betur skipt en áður,
sökum þess að jarðskorpan var orðin svo þykk, en þó
uxu enn ýmsar þær plöntur í tempraða beltinu, er nú
vaxa að eins í brunabeltinu. Pálma- og burknatrje vóru