Andvari - 01.01.1880, Síða 97
jarðfrœði.
91
nú að mestu leyti horfin úr Kvrópu, en víða vóru stórir
skógar af risavöxnum barrtrjám; þau halda sjer mjög
lítið breytt um mörg tímabil af myndunarsögu jaiðar-
innar. Stórir skógar af lauftrjám vóru og víða, og af
þeim vóru fleiri tegundir en af barrtrjám. J>ó að margar
af plöntum þeim, er þá uxu, væru mjög líkar þeim, er
nú vaxa, þá var þó engin tegund alveg eins og þær,
sem nú eru til. Dýraríkið var fjölskipað af stórum og
smáum skepnum, þá vóru til hestar á stœrð við asna,
úlfaldar, uxar, hirtir, sívatheríum, tapírar, nashyrningar,
mastodon, nykrar, apar o. m. fi. Uxar þeir, er þá
sáust í stórum hópum, vóru miklu stórvaxnari, en þeir,
er nú lifa, og vóru að sköpulagi líkir vísundum. Nas-
hyrningar, er fyrst sáust í míocene, hafa fjölgað; ein
tegund af þeim var algeng (hún kallast rhinoceros
tíchorhinus). Hún þekkist einna bez.t, því að eitt dýr af þeirri
tegund befir fundizt heilt með húð og hári inni frosið
í ís í Síberíu (á 64° n. br.), og hafði geymzt þar svo
um margar aldir. Pallas, þýzkur náttúrufrœðingur,
er ferðaðist þar á öldinni sem leið, að uudirlagi lfússa-
stjórnar, var við, er dýrið fannst 1771, og hefir lýstþví;
það var að flestu líkt nashyrningum, er nú lifa, en
kafloðið og nefbeinin öðru vísi. Frá þessum tíma hafa
inenn fundið steinrunnin hvalbein. þau er menn hafa
fundið liafa bæði verið af hvölum, líkum hnýsum, og
af reyðarhvölum. Fuglar vóru þá mýmargir, t. d. ernir,
valir, uglur, endur, mávar, skarfar, svölur o. fl. Af
skriðdýrum hafa menn fundið nokkurar merkilegar leifar,
einkum af stórskornum «salamöndrum». Árið 1725
fannst í Sviss stór steinrunnin beinagrind. Guðfrœðiugur
ejnn, sem vel var heima í náttúrufrœði, eptir því er þá
gjörðist, Scheuchzer að nafni, fjekk beinin, og sagði
að þau væru úr manni, sern drukknað hefði í Nóafióði,
°g ritaði bók um það; á þeim tíma trúðu menn þess
k°nar bábiljum. Cuvier sá beinagrindina, og sýndi