Andvari - 01.01.1880, Page 98
92
Nokkur orð um
fram á, að hún væri úr stórri salamöndru. Frá pliocene
finnast mjög margar steinrunnar skeljar og kúfungar
opt í stórum lögum, t. d. i Hallbjarnarstaðakambi á
Tjörnesi; þar hafa líka fundizt nokkur hvalbein.
V. Mannöidina (posttertiera eða quateruera tímann)
má kalla svo af því, að hana einkennir það, að nú er
maðurinn til og skapaður. Menn liafa reyndar á ýms-
um stöðum þózt finna steinrunnin manna bein frá
«tertiera» tímanum, en það er alls eigi sannað; vana-
iega hefir það verið byggt á ónákvæmum eða skökkum
athugunum. Undir þetta tímabil teljast öll þau jarðlög,
sem mynduð eru eptir lok hinuar nýju aldar. Á fyrsta
kalla mannaldarinnar var náttúran að mörgu ieyti lík
því sem nú er; aðalútlit jurta- og dýraríkisins var hið
sama og uú, en frá brugðið í því einstaka. Mörg af
dýrum þeim, er þá liíðu, eru út dauð, en önnur komin í
staðinn, sum hafa dáið út á sögu-tímanum. Á þessum
tíma en eigi fyrr koma upp eldfjöii í sömu mynd og
nú; jöklar eru víða, og snemma fá þeir yfirhönd, hyija
stór lönd og gefa tilefni til ísaldar þeirrar, er áður er
getið. Deiling landa hefiralltaf á þessu tímabili verið
nokkuð lík og nú, og svo er um hitabeltin. Fljót og
ár eru nú í sinni fullkomnu mynd. Menn skipta mann-
öldinni vanalega í diluvium og alluvium. Undir dílúvíum
heyra öll jarðlög, er á fyrri tíinurn hafa myndazt af ís
og öðrum verkunum á tíð hinna stóru út dauðu dýra
(mammúts og annara). Undir allúvíum teljast öll þau
jarðlög, sem eru alveg eius og þau, sem myndast nú
fyrir vorum eignum augum, og í öllu verulegu hafa hjer
um bil eins steingjörvinga. Bæði þessi tímabil eru
mjög nábundin livort öðru.
tínemma á mannöldinni á «diluvio» liföu um Ev-
rópu alla, norðurhluta Asíu og Ameríku stórir flokkar
af fílsteguud einni, er kallast inammútsdýr (elephas
primigenius). þ>aö þekkja meim allra forndýra bezt, því