Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 101
jarðfrœði.
95
greint. Undir kalkskorpunni á gólfinu finnast dýra-
leifarnar, er þar liafa geymzt mjög lítið skaddaðar um
langan tíma; sumstaðar er leir og smágjör sandur, er
límir allt saman. í Brasilíu eru fjöllin full af slíkum
kalkhellum. Danskur náttúrufrœðingur, dr. Lund að
nafni, er hefir búið lengi í Brasilíu, hefir rannsakað
mjög marga af hellum þessum, og fundið þar mergð af
dýrabeinum, og suin mjög undarlega löguð. I Suður-
Ameríku lifir nú dýraflokkur, er menn kalla tannleysingja
(edentata); þau dýr eru mjög illa tennt; þau liafa nærri
aldrei framtennur nje vígtennur, en flest jaxla, sum
eru alveg tannlaus. Með þeim eru talin hin svo nefndu
letidýr, er lifa á trjám af blöðum, beltisdýr og bryndýr,
hulin beinpiötum, og maurgleypur, sem hafa langa
tungu til að ná maurum með. pessi dýr hafa stórar
klœr, sum til að klifra með, sum til að grafa með í
jörðu. Dýraleifarnar benda á stórkostleg dýr af þessum
flokki. Glyptndon hafði 16 tennur í hvorum skolti,
var bryndýr, og brynjan samsett af mörgum plötum,
það var 6 feta langt og lifði af blöðum og safamiklum
í'ótum. Megatherium var á stœrð við fíl 12 feta langt
og 7—8 feta hátt; bein þess vóru ákafiega klunnaleg
og stórskorin, og á fótunum afskaplega miklar klœr; það
lifði af blöðum og rótum, og gróf sjer holur í jörðu.
Mylodon var mjög líkt letidýri, töluvert minna en
"inegatherium», klœrnar vóru mjög stórar og hófkenndar.
Af því var mest í Buenos Ayres. Megalonyx liafðist við
í Norður-Ameríku og var á stœrð við uxa, en þó tölu-
vert Ijett á sjer; það dýr hafði hvassa og langa trjónu.
Auk þess íinnast í hellum Brasilíu mjög mörg smærri
dýr af alls konar tegundum. Burmeister, ágætur
náttúrufrœðingur þýzkur, er varð að flýja fósturjörð sína
1848 sökum frjálslyndis síns, er nú í Buenos Ayres
og hefir rannsakað mjög mikið af dýraleifum á Pam-
þassljettunni. Mikið af steinrunnum forndýrabeinum