Andvari - 01.01.1880, Page 102
96
Nokkur orð uin
hefir og fundizt í Patagoníu og hefir D a r w i n rann-
sakað töluvert af þeim á ferð sinni kring um jörðina.
Á Nýja-Sjálandi hafa menn fundið bein af stórum
útdauðum fuglategundum. Stœrstu tegund þeirra
kölluðu landsmenn þar móafugl (dinornis giganteus).
Hann var IOV2 fet á hæð. Fugl þessi er að öllum
líkindum út dauður eigi alls fyrir löngu; má það ráða
af frásögum landsmanna. Menn hafa fundið leifar af
eggjum þeirra, sem vóru stœrri en mannshöfuð. Enn
er til á Nýja-Sjálandi strútskenndur fugl, er kallast
kiwi (apteryx), en hann er mjög lítill, stjellaus og
nærri vængjalaus og nefið er eins og á spóa. Á Mada-
gascar fannst 1850 egg, sem tók jafnmikið og 6 strúts-
egg, og fuglinn, sem hefir átt það, hlýtur að hafa verið
geysistór; cyjan Madagascar er stór og lítt þekkt, og
það gæti hugsazt, að fuglinn væri þar enn til í lítt
byggðum hjeruðum. Á vorum sögutíma hafa ýms dýr
dáið út, t. d. fuglinn dúdú (didus ineptus), er var á
eyjunum Mauritius og Bourbon við Afríku; bann var
skyldur dúfum, en þó eigi fleygur, stór, bústinn og feitur
(um 25 á þvngd): af því að hann sökum byggingar
sinuar eigi gat staðizt árásir manna, þá dó hann út á
17. öld. Að öllum líkindum er geirfuglinn (alca
impemiis) líka út dauður, hann var áður víða um norður-
lönd, bein hans hefir Steenstrup fundið í Danmörku.
Sædýr eitt, er kallaðist barkardýr (rhytina stelleri),
með þykkri barkkenndri húð og hárlaust, lifði fyrrum
við strendurnar á Kamschatka og Síberíu, en er nú
útdauttað öllum líkindum. Að sögn N ordenskiö 1 ds
sáust hin síðustu um miðju þessarar aldar. Svo er um
fleiri dýr, að þau eru horfin á söguöld vorri.
Eins og fyrr er getið, hafa menn tekið eptir því,
að einu sinni hefir mikil ísöld verið í Norður-Evrópu
og víðar; þetta sjá menn, eins og fyrr var nefnt, á
merkjum þeim, sem jöklarnir liafa látið eptir sig, svo