Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 104
98
Nokkur orð um
múrmeldýr, er nú ajást varla annars staðar en í Alpa-
íjöllum, vóru þá norður og suður um þýzkaland, og
eins lemmingsmýs, er nú eru helzt í norðurhluta
Norvegs. Hreindýr og moskusuxar vóru þá um alla
Evrópu; hinn loðni nashyrningur og mammútsdýrið hafa
líklega nokkurn veginn getað þolað kuldann. Bein af
norrœnum fuglum frá þeim tíma, t. d. snæuglum, finnast
á Frakklandi. þegar jökulbreiður þessar hurfu og hitinn
fór að vaxa, breyttist smátt og smátt dýra- og jurta-
lífið, og dýr og plöntur austau og sunnan að fœrðust
hœgt og hœgt inn í Evrópu, plönturnar með frœjum,
er ýmist vindurinn bar eða þá skepnur, fuglar í mag-
anum eða á fótunum, eða það barst fyrir straumi í sjó
eða vötnum. Margt virðist benda á það, að á ofan-
verðri ísöldinni (sumir halda, að verið liafi tvö eða fleiri
sundurlaus ístímabil) hafa gengið yfir löndin stór flóð,
er gjörðu meiri eða minni usla; það sjest t. d. á grjót-
hrúgum og beina, er alla vega er haugað saman í liella
og holur. Flestar þjóðir hafa og óljósar sagnir um
stórkostleg fióð (Devkalíonsflóð, Nóafióð). |>au hafa
að eins náð yfir lítið svið, en eins og gefur að skilja
eigi yfir alla jörðina.
Eins og fyrr var getið, finnast eigi mannabein fyrr
en á þessu tímabili. Menn eru nú fyrir löngu horfnir frá
þeirri skoðun, að mannkynið hafi eiuu sinni verið stœrra
vexti og sterkara, haft meiri andlega atgjörvi, og átt
meira láni og lengra lífi að fagna, en nú. Allt virðist
benda á það, að mannkynið hafi í heild sinni í fyrstu
verið á mjög lágu stigi, og það jafnvel lægra, en auð-
virðilegustu villiþjóðir nú á dögum, en smátt og smátt
hefir maðurinn lært að hagnýta sjer náttúruna, og'
unnið sigur í baráttu sinni við hana. Elzta
tímabili mannkynsæfinnar hefir verið skipt í þrjá kalla,
eptir efninu í verkfœrum þeim, er menn þá liöfðu: í
steinöld, eiröld og járnöld. pessar aldir eða framfara-