Andvari - 01.01.1880, Side 105
jarðfrœði.
99
stig hafa eigi alstaðar farið saman; sumir hafa t. d.
notað steinvopn, er aðrir höfðu eirvopn. Steinvopn
hrúlca ýmsar villiþjóðir enn. þ>að lá næst fyrir, að
menn verðu sig í fyrstu mót árásum villidýra með
grjóti, trjágreinum og öðru, er hendinni var næst,
h'kt og apar gjöra, og fyrst. framan af hafa menn eigi
lagað neitt til náttúruhluti þá, er þeir notuðu, en brátt
lærðu þeir að gjöra steinana eggjaða og hvassa, þegar
þeir sáu, hve miklu hagkvæmara það var; slógu þeir þá
flísar úr einum steininum með öðrum og notuðu þá
svo. Ógrynni af slíkum tillöguðum steinum (vanalega
tinnu) hefir fundizt hjer og hvar bæði fram meðfljótum,
í hellum og víðar. Seinna lærðu menn að fægja stein-
vopnin að utan, t.il þess að gjöra þau fegurri og hent-
ugri. Menn hafa fundið hin lítilfjörlegustu steinverk-
fœri — lítt lagaðar tinnuflísar — í jarðlögum fram með
fljótum, t. d. í Frakklandi, en nokkuru fullkomnari í
hellum og skútum hjer og hvar. þ>ar (í hellum) hafa
verið hinir fyrstu bústaðir mannkynsins; menn skriðu
þangað inn eins og dýrin, til þess að leita sjer skjóls mót
óblíðu veðurlagi. f>að, sem þar finnst, ber með sjer og
sýnir frarn á það stig, er mennirnir þá hafa staðið á.
Optast hafa menn búið í þeim hellum, þar sem hlje
var fyrir vindum, og stundum finnast minjar manna
undir klettaskútum, sem eru ekki eiginlegir hellar.
Mannabein og steinvopn finnast opt undir kalklagi því
í kalkhellum, er þar myndast á gólfinu við vatnsrennsl,
innan um ýms dýiabein frá þeim tíma. Af beinum
þeim, er þar finnast bæði óskemmd og klofin til mergjar,
má sjá, hver dýr hafa verið manninum samlíðaog hver
hann hefir átt við að berjast,. Jpá vóru til hýenur,
Ijón, birnir, elgir, hreindýr, mammútsdýr, o. fl. og á
mörgum beinum dýra þessara má finna för eptir tinnu-
vopnin. Yopn og verkfœri þau, er finnast í hellum, eru
flest úr tinnu, sum úr beini, og hjer og hvar hafa menn
7*