Andvari - 01.01.1880, Page 106
100
Nokkur orö uin
fundið brot af leirkerum. f>á hafa menn verið farnir
að nota eldinn, og það var eitt hið fyrsta, er hóf
mennina upp yfir dýrin. Sumstaðar finnst sót og eld-
brunnir steinar, þar sem eldstóin hefir verið. Hjer og
hvar hafa menn fundið nokkurar tölur, er dregnar hafa
verið upp á streng (líklega görn) til prýðis, og á bein-
áhöldum sumum eru rispaðar myndir af dýrum, er þá
lifðu um Evrópu, t. d. hreindýrum, mammútsdýri, birni
og elg, svo að einhver fegurðartilfinning hefir þá verið farin
að vakna, þó snemma væri. Lík dauðra manna vóru
lögð í sjerstaka hella og vopn þeirra með þeim, og virðist
það benda á óljósar hugmyndir um aðra tilveru eptir
þessa. í Danmörku hafa fundizt margar minjar frá
steinöldinni. Japetus Steenstrup hefir fundið og
rannsakað fjölda af sorphaugum (kjökkenmöddinger)
víða fram með sjónum. Haugar þessir eru myndaðir af
beinum og skeljum, er menn þá hafa etið af og svo
snarað frá sjer, þar sem þeir vóru staddir. þ>ar má sjá
eldstór og fjölda beina, er hafa verið brotin til mergjar.
þ>ar er urmull af skeljum, t. d. ostrum, öðum, krœkl-
ingum og stórum meyjardoppum, fiskbein eru þar og
af þorskum, lúðum, álum og síld. Yerkfœri öll, er þar
finnast, eru mjög illa til höggvin. Af beinaleifum má
sjá, að þá hafa mörg dýr lifað í Danmörku, sem eigi
eru þar til nú á dögum. J>ar finnast bein af fuglum,
er nú lifa miklu norðar, í barrskógum, af ungu barr-
limi, og sannar það, að rjettar eru rannsóknir Steen-
strups á mýrunum dönsku, því að eptir leifum þeim, er
þar finnast, hefir Danmörk þá verið vaxin furuskógum.
Að fiskimenn og veiðimenn þeir, er hafa myndað sorp-
hauga þessa, hafi að öllum líkindum verið þar við sjóinn
á vetrum, sjest á því, að þar er mesti fjöldi af álpta-
beinum, en álptin er að eins við strendur Danmerksur í
vetrarmánuðunum (nóvember til marz); þeir hafa liutt
sig á milli, því að tinnuverkfœrin eru sumstaðar svört í