Andvari - 01.01.1880, Side 108
102
Nokkur orð um
síðan eir (bronze, blendingur af kopar og tini). Á
eiröldinni komust menn á bátt framfarastig að tiltölu;
frá þeim tíma finnast vopn og verkfœri, skraut og bús-
hlutir mjög fagurlega gjörðir úr «bronze», og á þeim
eru optast til prýði alls konar randir, hringir og kráku-
stígir. Menn höfðu þá vel til búin og hlý klæði, og
seinast á eiröldinni hefir líklega verið líkt háttalag og
líkir siðir hjer á norðurlöndum, eins og sagt er frá í
elztu fornsögum vorum. Sumstaðar nær eiröldin bein-
línis inn á sögutímann. í Norður-Ameríku liefir og
fuudizt allmikið af fornminjum frá steinöldinni og eir-
öldinni. þegar Evrópumenn fundu Ameríku, var þar
eiröld uppi; hinir rauðu menn þekktu ekki járn. í
Bandaríkjunum finnast margir hlutir úr leir, einkum
tóbakspípuhausar, af því að þar hafa menn reykt frá alda-
öðli, og þaðan fluttist tóbakið til Norðurálfunnar. f>ar
íinnast og á sljettunum við fljótin Missisippi, Ohio o. fl.
stórkostlegar kastalarústir, og rústir af hofum og öðrum
stórhýsum frá eiröldinni; sumstaðar sjá menn á sljett-
unum hlaðnar upp úr grjóti og torfi geysistórar
myndir af alls konar kvikindum, en eiga vita monn
hverja þýðingu þær hafa haft. — Eptir eiröldina
kemur járnöldin, og með henni byrjar víðast hvar sögu-
tíminn, en hjer er eigi hœgt að tala um eir- og
járnaldirnar meira, því að það kemur eigi jarðfrœðinni
beinlínis við.
Á þessu stutta yfirliti yfir jarðfrœðina höfum vjer þá
sjeð, að allt í náttúrunni hefir smátt og smátt á jarð-
tímabilunum hafizt til meiri og meiri fullkomnunar.
Fyrst finnum vjer í elztu jarðlögunum hinar lægstu
lifandi skepnur, og því yngri sem jarðmyndanirnar eru,
því fullkomnari eru steingjörvingarnir, er þar finnast.
Vjer sjáum, að maðurinn hefir verið sama lögmáli undir-
orpinn, að hann hefir orðið að lypta sjer smámsaman