Andvari - 01.01.1880, Page 109
jarðfrœði.
103
upp úr eymd og volæði, og að liann hefir hoðið nátt-
úrunni byrginn með afii og harðfengi. fessi sífellda
barátta fyrir lífinu og löngunin til að komast sem liæst
hefir komið manninum á það stig menntunar og vel-
gengni, sem hann nú er á. Vjer sjáum sjálfir daglega
efnabreytingarnar í náttúrunni. Göthe segir: «náttúran
skapar ávallt nýjar myndir; það sem nú kemur, hefir
aldrei fyrr verið til, það, sem var, kemur aldrei aptur,
allt er nýtt og þó ávallt hið gamla . . . Leikur hennar
er ávallt nýr, afþví aðhún skapar sí og æ nýja áhorfendur.
Lífið er hennar fegursti tilbúningur, og dauðinn er
kœnsku-bragð hennar til þess að fá mildð af nýju lífi».
— Náttúran heldur aldrei kyrru fyrir, allt af er sífelld
breyting, sem öll stefnir að sama miði, að framförum
og fullkomnun. Allt, hversu lítið sem það er, hefir sína
ákvörðun og þýðingu, hvað er öðru bundið, og verkurn
er skipt sem hentugast niður, til þess að þetta augnamið
náist, en náttúran fer optast svo hœgt, að vjer, sem
varla lifum augnablik í samanburði við þær aldir alda,
er jarðmyndunin hefir gjörzt á, getum eigi tekið eptir
því, vjer mælum allt með vorum eignum mælikvarða, bæði
tíma og rúm, en náttúrunnar breytingar eru eigi
bundnar við þann tíma, er vjer getum yfir sjeð. Af
því að hugsa rjettilega um þetta framfaralögmál nátt-
úrunnar má læra, að hrokast ekki yfir fortíð
sinni, að treysta á mátt sinn, og hjálpa sjer sjálfur
meðan lifir, og að vera vongóður um fagra framtíð fyrir
niðja sína. fess vegna er það hvers manns skylda, að
fullkomna sig og sína hœfileika sem mest, í hverja
stefnu sem er; með því leggur hann fram lítinn skerf
til framfara þjóð sinni og öllu mannkyninu; og hvernig
sem allt snýst, þó að þjóðirnar berist á banaspjót og
eyði miklu af því, er ágengt hefir orðið, og þótt óstjórn
og óöld virðist á stundum kœfa niður frelsi, menntun