Andvari - 01.01.1880, Page 111
III.
Norðurferðir Svía
eptir
Þorvald Thóroddsen.
Svíar hafa á hinum seinni árum gengið manna
bezt fram í því, að rannsaka heimskautslöndin nyrðri
og náttúru þeirra, og það má með fullum sanni segja,
að þeir eru engra eptirbátar í framtakssemi og dugnaði
til slíkra hluta.
Fyrr á tímum fóru menn til rannsókna norður í liöf,
til þess að finna ný lönd og nýjar leiðir milium þeirra,
og til þess að vinna sjer frægð og frama, með því að
hafa komizt lengra, en allir aðrir. Nú láta menn sjer
það eigi nœgja. Náttúruvísindin hafa, sem alkunnugt
or, náð furðulegum vexti og framförum, og grípa inn í
allt verklegt og vísindalegt, er menn fást við. Lögmál
náttúrunnar eru notuð mannkyninu til framfara; en til
þess að ráða gátur þair, sem enn eru óleystar, verða
menn að liafa sem flestar athuganir frá fjarlægum
löndum, til þess með samanburði á hinu einstaka að
geta greint og skoðað öfl þau, sem ráða heildinni. —
Sú grein eðlisfrœðinnar, er kallast veðurfrœði (meteoro-
logi), er nú á tímum mjög mikils virði fyrir farmenn
og búmenn. í flestum siðuðum lönduin eru til miklar
stolnanir, er skýra mönnum daglega frá veðurlagi nær
L.