Andvari - 01.01.1880, Side 112
106
Norðurferðir
og fjær, og eptir því geta menn liagað sjer. Nú oru
veðrabrigði öll, vindar, þokur, regn, snjór, liagl og hiti
á hverjum stað komin af baráttu misheitra loptstrauma,
er leita sjer jafnvægis; það gefur því að skilja, að það
er mikils vert, að rannsaka slíka hluti sem næst heim-
skautunum, því að þar rísa hinar köldu loptöldur, renna
síðan suður á við og valda veðurbreytingúm. Sama er
að segja um sjóinn; í honum glíma hiti og kuldi sí og
æ, og valda straumum, ísalögum og ísleysingum.
jjekkingin á þessu öllu er ómissandi fyrir farmenn og
kaupmenn. Fyrir jarðfrœðinga er það og mjög nytsamt,
að þekkja heimskautalöndin, því að síðan menn komust
að því, að allur norðurhluti Evrópu hefir einu sinni verið
ísi þakinn, og að efsti jarðvegurinn or myndaður af
ágangi íss og vatns, þá er það ómissandi, að kynna sjer
jökla og ís nærri heimskautunum, því að þar má sjá,
hvernig slíkar jarðmyndanir vorða enn í dag. Iiannsóknir
á eðli og samsetningu slíkra jarðlaga eru aptur nytsamar
fyrir akuryrkju og kvikfjárrœkt, því að kornið og grasið
tímgast bezt í slíkum jarðvegi. í heimskautalöndunum
má og sjá, hvornig dýra- og jurtalífið liagar sjer í óblíðu
veðurlagi, og hvernig lifandi verur þar berjast fyrir til-
veru sinni, jafnt í hyldýpi útliafsins sem í klaka og
sífeldum vetrarhörkum við jökla og fannir. Norðurforðir
gota og haft beinlínis verklega þýðingu. Svíar hafa á
ferðum sínum frœðzt um margt, er lýtur að íiskiveiðum
og fiskigöngum, og að sela- og rostungadrápi; þeir haf'a
fundið kolalög á Spitzbergon og nýja skipaleið austur i
höf, sem síðar mun getið.
Svíar liafa allra manna mest aukið þekkingu vora
á náttúrunni í norður-heimskautalöndunum, enda hafa
þeir lagt allt kapp á, að norðurferðirnar yrðu vísindunum
að sem mestu liði. Kíkisþing Svía, konungur sjálfur og
einstakir menn liafa með fjárframlagi stutt að fei'ðum