Andvari - 01.01.1880, Page 113
Svía.
107
þessum. Tveir ágætir náttúrufrœðiugar Torell og
Nordenskiöld, hafa verið forsprakkar norðurferðanna.
Torell, sem nú er foringi fyrir jarð-
frœðisrannsóknum Svía1), byrjaði norðurferðir 1858.
Hann hafði árinu áður komið til íslands. Torell er
einna fremstur þeirra jarðfrœðinga, er rannsakað hafa
leifar þær, er ísöldin hcíir eptir skilið, og hefir mjög
aukið þekkingu manna í þoim efnum. f>að var því
eigi furða, þótt hann vildi skoða verkanir íssins sem
nyrzt. Torell og Nordenskiöld, sem var með honum,
rannsökuðu 1858 iirðina á vesturströnd Spitzbergens og
söfnuðu þar ótal náttúrugripum. í Belsound fann
Nordonskiöld urmul af steingjörvingum frá «tortiera»
tímanum og suma miklu eldri (frá steinkolatíma og
júra). þeim var síðan lýst af Oswald Hoer í Ziirich.
Með þeim fundi breyttust mjög skoðanir manna á for-
tíð heimskautalandanna. Árið 1861 fór Torell enn af
nýju norður í Spitzborgen. Á þeirri ferð var fyrst
gjörður áreiðanlegur uppdráttur af norðurströndum
Spitzbergens, og svo er sagt, að við þá ferð hafi menn
fyrst með sanni fengið að vita eðli og náttúru heim-
skautalandanna.
Árið 1864 fóru Svíar enn norður til Spitzbergens og
Jan Mayon; rjeð þá Nordenskiöld fyrir förinni. Ferðin
var ætluð til þess að gjöra nákvæmar jarðmælingar þar
nyrðra, og rannsaka segulmagn jarðar, og gekk það
eptir óskurn. Um haustið ætluðu þeir að sigla eins
langt norður og hœgt væri, af því að sjór var íslaus og
mestu blíðviðri. f>á liittu þeir fyrir skipbrotsmenn af
nokkurum skipum og björguðu þeim, on nosti þeirra var
eigi svo mikið, að þeir treystust til að leggja norður í
ófœrur með svo marga rnenn; urðu því að snúa aptur.
') Hann stendur fyrir «geologisk bureau« í Stokkhólini, sem
stjórnin leggur næri 100,000 krónur á ári.