Andvari - 01.01.1880, Page 114
108
No ðurferðir
þessar þrjár ferðir höfðu verið farnar á stjórnarinnar
kostnað, on nú vildi hún eigi meira fje til leggja.
Nordenskiöld var þó hinn ákafasti að hvetja menn til
nýrra norðurferða, því að hann kvað það óhöpp ein, að þeir
komust eigi lengra norður 1864. Ymsir auðmenn
lögðu fje til fararinnur, og most Oscar Dickson,
auðmaður mikill í Gautaborg. Um vorið 1868 lagði
Nordenskiöld af stað á gufuskipinu Sofía, og komst
þá lengra norður en nokkur maður áður. Á 80° n. br.
lentu þeir í hroðalegum ís, skipið ætlaði að liðast sundur
og brakaði í hverju trje. Hinn 4. október brotnaði gat
á skipið og fjell inn kolblár sjór; þó fengu þeir bœtt
skaðann, og forðað sjer úr þeim heljargreipum. Svo
heflr Nordenskiöld sagt, að þá hafi hann í mesta mann-
raun Itomizt, því að eigi var annað sýnna, en hver
stundin væri þeirra hin síðasta.
pegar þeir Nordenskiöld konm heim, bauðst Oscar
Dickson til meiri fjárframlaga til nýrra norðurferða, og
tók Nordenskiöld því fegins hendi. Ætlaði hann nú að
fara á skipi svo langt sem komizt yrði og svo á sleðum.
Nú var um að gjöra, að velja sem bczt akneyti. Lappar
nota hroindýr og skrælingjar hunda fyrir sleðum. Leituðu
menn nú frjetta í Lapplandi um hreindýrin og lifnaðar-
hætti þeirra, en Nordenskiöld fór 1870 til Grœnlands
til vísindalegra rannsókna, en um leið ætlaði hann að
kynna sjer, hvernig liundasleða skyldi nota. Árangur
þeirrar ferðar var eigi lítil). Nordenskiöld og grasafrœð-
ingurinn Svend Berggreen komust lengra, en nokkur
maður áður inn á upplandsís þann, er þekur allt Grœn-
land, nema strendurnar1). Á eyjunni Disko fann Norden-
skiöld nokkura hreina járnsteina, stœrri en fundizt höfðu
') Síðar liafa tveir danskir menn Kornernp og Jensen
1878 komizt enn þá lengra, og gjört þar margar vísindalegar
athuganir.