Andvari - 01.01.1880, Side 116
110
Norðurferðir
haldið yrði átVam rannsóknum í norðurhöfum, og kostaði
því af nýju ranusóknaferð, er Nordenskiöld fór 1875.
Nú var ferðinni heitið austur optir, austur í Karahaf.
Nordenskiöld komst klaklaust austur að mynninu á
Jenisej, og fann á þeirri leið svo margt nýtt og morki-
legt af dýra- og jurtalífinu, að undrum gogndi, enda
höfðu hjer aldrei fyrr verið gjörðar rannsóknir af vísinda-
lega menntuðum mönnum. Nordenskiöld fann örugga
skipaleið þangað austur, og sýndi fram á, hvernig þangað
skyldi sigla og á hverjum árstímum, ef menn vildu
forðast ís og aðra farartálma. Áður höfðu allir haldið
ófœrt austur þangað, því að þeir, er þess leituðu, fóru
allir of snemma; þar er fyrst íslaust undir haustið.
Frá mynninu á Jenisej fór Nordenskiöld landveg ásamt
nokkurum förunautum síuum yfir Síberíu og Rússland,
en Kjellmann var fyrir skipinu vestur aptur. Nordon-
skiöld var alstaðar tekið með veizlum og hátíðahöldum,
enda hafði hann nú unnið mjög mikið gagn, fundið
verzlunarlcið austur til Síberíu, sem svo lengi hafði
verið þráð. Síbería er, eins og allir vita, geysimikið
landflæmi, og þar er engvan veginn alstaðar svo kalt
og óvistlegt, sem margir halda. Upplendið fram með
iljótunum sunnan til er frjósamt, og gefur margan
dýrmætan afrakstur; þar eru sunnan til víðlendar hveiti-
ekrur og vínlönd, en beitilönd og veiðilönd norður.
Allan varning þaðan hafa menn orðið áður að flytja í
lestaferðum vestur eptir, en nú er það ólíku hœgra
viðureignar, að flytja hann niður eptir fljótunum og svo
sjóveg til norðurálfunnar. Ýmsir lijeldu nú, að það
hefði að eins verið heppni, að Nordenskiöid komst austur
í Karahaf, og kváðu árfcrðið hafa verið óvanalega gott.
Hann fór því árið eptir 1876 aðra ferð þangað austur,
bæði til þess að halda áfram rannsóknunum, og sýna á
hve litlu efi og mótbárur manna væru byggðar. Dickson