Andvari - 01.01.1880, Side 117
Svía.
111
og auðmaður einn á Ilússlaudi, er Sibiriakoff heitir,
kostuðu þessa ferð. Ferðin gekk að óskum.
Af öllum þessum ferðum helir Nordenskiöld fengið
maklegan orðstír, enda hafa fáir unnið landi sínu og
vísindunum eins mikinn sóma og gagn. þ>ó ber hin
síðasta ferð lians 1878—79 af öllum hinum, og mun
halda nafni lians uppi um aldur og æfi. Um þessa
ferð og aðdragandann að henni munum vjer tala nokkuð
nákvæmar, því að um ekkert er nú eins tíðrœtt um allan
heim. Oss finnst tilhlýðilegt, að byrja með því, að segja
æfisögu Nordenskiölds í fáum orðum.
Niis Adolf Erik Nördenskiöld er fœddur 18.
nóvember 1831 í Helsingfors í Finnlandi, og er af gamlli
höfðingjaætt. Faðir lians var frægur náttúrufrœðiugur
og hafði farið víða, og forfeður hans liöfðu verið fram-
úrskarandi höfðingjar, og kunnir í sögn Svíþjóðar og
Finnlands. þegar í barnœsku iagði hann stund á nátt-
úruvísindi eptir leiðbeiningu föður síns, og komst í lærða
skólann í Borgá á þrettánda ári. þ>ar liaföi liaim marga
ágæta kenuara, og meðal þeirra fremstan hið víðfiæga
skáld Runeberg. Runeberg tók snemma eptir gáfurn
og fjöri því, er var í drengnum, fjekk ást á honum og
var honum jafnan hinn bezti leiðtogi. Hálf-skrykkjótt
gekk skólanám Nordenskiölds í fyrstu; hann vildi helzt
vera úti um holt og hæðir að safna grösum og steinum
og gjöra ýmsar brellur, en skeytti minna um sumt af
skólanámiuu. Slcólastjóri fór þeim orðum um hann
eptir fyrsta árið, um leið og hann setti hann eptir í
bekknum, að liann væri eigi framúrskarandi í neinu
nema leti og strákapörum; en öðru vísi reyndist Nord-
enskiöld, þegar hann stálpaðist. það fór svo fjarri því,
að faðir hans setti ofan í við hann fyrir þetta, lieldur
gaf hann honum meiri tómstundir en áður, en sagði
að eins við hann, aðþaðstœði í sjálfs lians valdi hvort
það yrði maður úr honum eða eigi. Nordenskiöld varð