Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 118
112
Norðurferðir
stúdent 1849, 17 ára gamall. Við háskólann í Helsing-
fors stundaði hann nú náttúrufrœði af alefli, þó einkum
steinafrœði og jarðfrœði. Um vorið 1853 fór hann
langferð með föður sínum til jarðfrœðislegra rannsókna
austur í Úralfjöll, og var árlangt í þeirri ferð. þ>egar
hann kom heim aptur, tók hann að rita ýmsar ágætar
ritgjörðir og bœkur um steinafrœði, og fjekk litlu síðar
embætti við námustjórn Finnlands. Rússneska stjórnin
setti hann þó af árið eptir fyrir frjálslega skálarrœðu,
er hann hjelt í samkvæmi. Nordenskiöld fór þá burt
úr Finnlandi, og dvaldist eitt ár í J>ýzkalandi og stundaði
þar steinafrœði og efnafrœði hjá hinum frægustu nátt-
úrufrœðingum; síðan sneri hann aptur lieim til Hels-
ingfors og varð doktor í náttúrufrœði. |>á tókst eigi
betur til en svo, að hinn rússneski landstjóri v. Rerg
þótti Nordenskiöld vera af harðorður um stjórnina í
rœðu, er hann hjelt, og gjörði honum tvo kosti, annað-
hvort, að fara þogar úr landi hrott, eða biðja fyrirgefn-
ingar. Nordenskiöld kaus hið fyrra, og flutti alfarinn
til Svíþjóður. J>etta var árið 1857. Litlu seinna varð
hann prófessor og forstöðumaður fyrir steinasafninu í
Stokkhólmi. Safninu varð mikill hagur að því, að fá
slíkan forstöðumann; hann heíir aukið það stórum, og
sett allt í hina fegurstu röð og reglu, svo að safnið or nú
hið bezta á Norðurlöndum. Árið 1858 byrjaði hann
norðurferðir sínar með Torell, sem fyrr er frá sagt.
Árið 1862 heimsótti hann föður sinn (Nils Norden-
skiöld f 1866) á Finnlandi; nú var honum eigi meinað
að koma þar, því að v. Berg var farinn frá landstjórninni
og mál hans að mestu gleymt. í þeirri ferð kvæntist
hann Önnu dóttur greifa nokkurs af Mannerheim;
með henni hefir liann eignazt tvo syni og tvær dœtur.
Milli norðurferða sinna hefir Nordenskiöld ferðazt um
mörg önnur lönd, Norveg, Danmörk, fýzkaland, Frakk-
land, Ítalíu og Bandaríkin í Ameríku. Nordenskiöld