Andvari - 01.01.1880, Page 120
114
Norðurferðir
Asíu austur í Miklahaf, en lánaðist ekki, og er það
mest að þakka þekkingu Nordenskiölds og vísindalegri
skarpskyggni hans, að honum tókst það.
Til þess að komast norðausturleiðina hafa margar
ferðir verið farnar á fyrri öldum, einkum frá Hollandi
og Englandi. Á miðri 16. öld var að tilstuðlan Se-
bastian Cabots1) stofnsett fjelag í Lundúnum til
þess að finna sjóleið fvrir norðan Asíu og verzla við
þar-lendar þjóðir, og það sendi mörg skip austur til
landaleita. Árið 1553 fóru þeir Willougby og Can-
cellor frá Englandi, en komust fyrir ísum ekki lengra
en austur að Novaja Semlja. Með ferðum þeirra
byrjaði fyrst vorzlun við Hvítahaf og hefir síðan náð
miklum blóma. Willougby varð úti með öllum hásetum
sínum á nesinu Kola, og höfðu þeir áður þolað mestu
harmkvæli af skyrbjúgi, kulda og hungri. Cancellor
drukknaði 3 árum seinna í Hvítahafi með allri skips-
höfn sinni. 1556 fór Englendingurinn Burrough
þangað norður, en varð að snúa aptur við Novaja
Semlja við svo búið. 1580 komust tvö ensk skip inn
í Karahaf, en urðu þar að snúa við sökum ísa. 1584
komst enskt skip í hafvillum inn í Karahaf og brotnaði
þar. Samojeðar myrtu alla skipshöfnina. Hollendingar,
sem á þeim tíma vóru ein hin mesta siglingaþjóð í
heimi, fóru nú að reka verzlun norður í Hvítahaf, þá
fýsti og að leita landa þar austur frá. Árin 1594,
1595 og 1596 fór hinn nafnfrægi Hollendingur Willi am
Barentz, sem fyrstur fann Spitzbergen, með ýmsum
fleiri, til þess að leita norðausturleiðarinnar, og varð
hann eptir miklar þrautir og maiinraunir árið 1596 að
dvelja vetrarlangt á norðurströnd Novaja Semlju; hann
') Sebastian Cabot var sonur Giovanni Cabots, er fann New-
Foundland og Canada, og ferðaðist sjálfur víða um suður
og austurálfu.