Andvari - 01.01.1880, Page 121
Svía.
115
var binn fyrsti, er hafði vetrarsetu í norðurhöfum, og
þar ljet liann líf sitt. Fjelagar haus lögðu burt frá
vetrarbústað sínum og komust eptir miklar þrautir í
hollenzkt skip við Ivola. Árið 1871 fann norskur
skipstjóri Carlsen vetrarhíbýli þeirra alveg eins og
þeir höfðu við þau skilið í júní 1597. Árið 1608 fór
Hudson sá, er líka reyndi til að finna norðvesturleiðina
og fióinn norðan á Ameríku er við kenndur, þangað
austur. Á þeirri ferð fundu menn fyrst jarðhalla segul-
hálarinnar (inklination). Árin 1610, 1612 og 1625 fóru
skip frá Hollandi og 1676 frá Englandi austur í Ivara-
haf, en þau gátu engu til leiðar komið. 1778 reyndi
hinn nafnfrægi ferðamaður Cook að komast fyrir
norðan Asíu austan frá Beringssundi, en varð frá að
hverfa við svo búið.
Árangur allra þessara ferða varð svo lítill, af því
að skipin sneru öll aptur of semma, því að Karahaf er
eigi íslaust fyrr en í ágúst-mánuði.
Nú var um langan aldur eigi liugsað um ferðir í
þessa átt, fyrr en 1872. fá fóru þeir Weyprecht og
Preyer frá Austurríki á skipinu Tegethoíf þangað
austur, af því að ýms fiskiskip Norðmanna höfðu komizt
töluvert langt austur í Karahaf, svo að líkindi vóru til
þess, að lengra mætti komast austur á vel út búnum
skipum. þ>eir Weyprecht lijeldu norður með Novaja
Sernlja, urðu fyrir miklum hafþöknm, borgarís, stormum
og kafaldi, og skipið þrýstist upp yfir sjávannál af
ísjökunum, er saman nerust, og þokaði um veturinn og
vorið 1873 hœgt og hœgt norður á við. 30. ágúst-
mánaðar 1873 sáu þeir land í norðri, komust að því
og frusu þar inni. þ>að var Franz-Jósefs-land, sem
þeir fundu þá fyrstir manna. þ>eir rannsökuðu það sem
þeir gátu með mesta dugnaði, þó að þeir yrðu að þola
mestu þrautir. 16. marz 1874 urðu þeir að yfirgefa
skipið, og hjeldu nú suður eptir á ísnum með 4 báta
S*