Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 122
116
Norðurferðir
með sleðum undir; ferðin gekk illa sem von var, ýmist
í djúpum fönnum, á hálum ís eða yfir vakir, en það
var þó verst, að sunnanvindar ráku ísinn til baka, er þeir
vóru á, og eptir tveggja mánaða þrautir og harða vinnu
vóru þeir að eins komnir 8 enskar mílur frá Tegethoíf.
Til allrar hamingju snerist vindurinn ogþeirnáðu syðstu
ísröndinni í ágúst 1874; þaðan reru þeir og sigldu á
bátunum suður með Novaja Semija, og var bjargað mjög
þjökuðum af rússneskum fiskimanni, er flutti þá til
Vardö. feir höfðu eigi fundið norðausturleiðina, en
þeir höfðu fundið nýtt land, er engan hafði grunað að
til væri.
J>ví fer fjærri, að norðurstrendur Síberíu sjeu
kannaðar sem skyldi, og eru því fandabrjef manna af
þeim víða skökk. Á fyrri öld gjörðu Eússar þó rann-
sóknir þar eystra. Áárunum 1734—1743 gjörði Kússa-
stjórn þangað út ýmsa menn, en þeir fengu litlu á orkað,
en urðu að þola miklar mannraunir. Stuudum fóru
menn á bátum með ströndum fram, þegar ís og veður
leyfði, stundum á sleðum. Stýrimaður rússneskur, Tj elj-
uskin að nafni, fann 1742 höfðann nyrzt á Asíu, er
eptir honum heitir. Sumir fóru að vestan austur eptir,
en aðrir fóru niður ána Lena frá bœnum Jakutsk, og
könnuðu iandið frá mynni hennar austur eptir. Sjófor-
inginn Prontjisjef fór 1735 á tveim bátum niður
Lena og kona hans ung með lionum. Hann komst vestur
að Olonekfljóti, og varð að láta þar fyrir berast um
veturinn; um vorið komst hann nærri norður að Tjelju-
skin-höfða, en dó þar úr skyrbjúgi og kona hans nokkurum
dögum seinna. Annar sjóforingi, Laptef, fór hinn sama
veg 1739, braut skip sitt og komst með naumindum af.
Hann fór seinna fleiri ferðir með ströndum Asíu og
rannsakaði ýmislegt. Hafið fyrir austan Lena var rann-
sakað af ýmsum á 17. og 18. öld, er höfðu skinna-
verzlunþar um slóðir. Ivósakki einn, Desnjef aðnafni,