Andvari - 01.01.1880, Síða 124
118
Norðurferðir
þúsund krónur, og ljet út búa það sem bezt mátti verða.
Vega er gufuskip með 60 hesta afli, 150 feta langt og
tekur 500 smálestir. fegar skip er gjört út til slíkrar
langferðar er margs að gæta, því að allt er kornið undir
því, að útbúningurinn sje sem hentugastur. Vega hafði
öll vísindaleg áhöld og bœkur, sem með þarf til rann-
sókna, og sjerstaklega varð að hafa gætur á, að matvælin
væru góð og hentug. í norðurhöfum er skyrbjúgur mjög
algengur sjúkdómur, en ef maturinn er sem hann á að
vera, kjötið nýtt og nóg kálmeti og menn hafa nóg
að gjöra og láta eigi hugfaflast, er eigi hætt við þeim
voðagesti. Auk þess varð að hafa alls konar loð-
skinn og heit ullarföt, snægleraugu og margt fleira, sem
hjer verður eigi upp talið. Á öllum ferðum Norden-
skiölds hafa verið með honum margir vísindamenn; svo
var og nú, hann vildi láta ferð þessa verða sem farsæl-
asta fyrir vísindin. Sjálfur hugði liann að jarðmyndun
og steinum þar er þeir komu. f essir vísindamenn aðrir
vóru í för meðhonum: dr. Kjellmann grasafrœðingur,
sem fyrr er getið, Stuxberg dýrafrœðingur, Nord-
quist túlkur og dýrafrœðingur, Hovgaard danskur að
ætt eðlisfrœðingur, Almquist læknir og Bove sjófor-
ingi ítalskur, hann átti sjerstaklega að rannsaka sjó og
eðli hans. Pyrir Vega rjeð sjóliðsforinginn Palander,
er áður hafði verið með Nordenskiöld; hann er ágætur
sjómaður og hinn mesti garpur, hugaður vel ogþó ávallt
forsjáll; annar foringi var Brusewitz. Auk þeirra, er
nú vóru taldir, vóru á skipinu 3 undirforingjar og 18
hásetar.
Hinn 4. dag júlímánuðar 1878 hjelt Vega á stað
frá Gautaborg og kom til Tromsö í Norvegi 17. s. m.
J>ar stje Nordenskiöld sjálfur á skip, hann hafði farið
landveg þangað. Hinn 21. júlímán. hjeldu þeir á stað
frá Tromsö. Gufuskip eitt, Lena að nafni, fylgdist með
þeim austur eptir, það var hlaðið vörum, og átti að fara