Andvari - 01.01.1880, Síða 125
Svía.
119
austur í mynnið á Lenafljóti til þess að verzla þar fyrir
Sibiriakofí'. Murmannshaf fyrir vestan Novaja Semlja er
optast alveg íslaust, af því að golfstraumurinn hefir verm-
andi áhrif þangað austur1). far um slóðir eru og
mikla skipaferðir, bæði til veiða og til þess að sœkja
trjávið og loðskinn til Archangel. 1 Murmannshafi
hrepptu þeir mikla storma, skipiu urðu fráskila og hitt-
ust eigi fyrr en í Jugorsundi, er skilur Wajgatsey frá
meginlandi. J>ar hittu þeir og tvö önnur skip, Fraser
og Express, er líka áttu að verða samferða, þó eigi lengra
en til Jenissej; þau vóru og gjörð út af Sibiriakoff. Við
Jugorsundið er lítill bœr, er Samojeðar byggja. |>eir
eru menn smávaxnir og útlimaljótir, breiðleitir og stór-
beinóttir í andliti, íiatnefjaðir og skáeygir og gulir á
hörundslit. J>eir ganga líkt búnir og Lapplendingar og
lifa af fiskiveiðum. Nokkurir Rússar koma þangað og á
sumrum til lausakaupa.
Nú segir ekki af ferðum þeirra Nordenskiölds fyrr
en þeir koma inn í Karahaf fyrir austan Novaja
Semija; þar byrjaði fyrst hið eiginlega verksvið þeirra,
því að fyrir austan Novaja Semlja var svo að segja
allt óþekkt, nema það er Nordenskjöld hafði rann-
sakað 1875 og 1876. Karahafið er eigi djúpt (10—30
faðmar), en norður með austurströnd Novaja Semlju
liggur 200 faðma djúpur áll, og þar er á mararbotni
mjög auðugt dýra- og jurtalíf, er þurfti rannsóknar
við. Nú var tekið til óspilltra málanna, djúpið stikað,
hiti og saltmegin hafsins rannsakað, og dýr og þang-
plöntur dregnar upp frá mararbotni. Á þriðja degi
mættu þeir nokkurum íshroða, sem þeir þó komust í
gegnum; sigldu þeir fram með Samojeðanesinu, svo
nálægt landi sem hœgt var fyrir grynningum. Grynn-
ingar þessar eru að mestu leyti myndaðar af framburði
) Andvari III. bls. 77-78.