Andvari - 01.01.1880, Page 127
ávía.
121
komu þeir að Taimyreyjunni, vörpuðu þar akkerum og
urðu að dvelja þar í hálfan fjórða dag fyrir dimmviðri
og þokurn. þ>ar rannsökuðu náttúrufrœðingarnir margt
af dýrum, er tímgast á mararbotni. Hinn 18. ágúst
um morguninn ljetti af þokunni, og þá hjeldu þeir norður
eptir, og 19. ágúst sigldu þeir fyrir nyrzta odda liins
gamla heims, Cap Tjeljuskin, hittu þar fyrir töluverðan
ís og sáu óþekktar eyjar í norðri; þar hafði skip aldrei
fyrr farið. þJá var mikill fögnuður á Vega, veifur blökt-
uðu á hverri stöng og fallbyssuskotin drundu, svo berg-
málið kvað við hvaðanæfa, en gamall hvítabjörn sat
framan á höfðanum, sperrti upp augun og horfði högg-
dofa af undrun á þessa sjaldgæfu sjón. J>aðan ætluðu
þeir nokkuð til norðurs, til þess að vita, hvort eigi væru
þar ókenndar eyjar og lönd, en urðu að hverfa burt fyrir
fsum. þ>eir hjeldu því nær landi og sigldu suður eptir
þjett með ströndinni, því að þar var íslaus áll. Austur-
ströndin á Taimurlandi er hálend og er það óvanalegt
í norðurhluta Síberíu. þ>ar vóru fjöll með sjó fram allt
suður undir Chatanga-flóa 2000 feta há og jöklum þakin.
þ>eir lentu á Cliatangaeyjunni í fjarðarmynniuu; hún er
sæbrött og full af bjargfugli. Hinn 25. ágústm. hjeldu
þeirr enn suður með landi; veður var hið bezta og
óvanalega heitt, eptir því er gjörist fyrir norðan Síberíu
(4 0 C). J>egar þeir beygðu austur á við, vóru grynn-
ingar miklar, svo aðþeir urðu að fjarlægjast ströndina aptur.
|>ar vóru víða geigvænlegir ísgarðar á grynningunum,
því að borgarísinn hafði stöðvazt þar og hrúgazt saman í
klungur og ófœrur. Beint, fyrir norðan Olonektijótið
hittu þeir breitt sandrif, er náði margar mílur til hafs;
það er eflaust myndað af Olonekfljótinu og vestustu
kvísl Lenafljótsins. J>eir urðu þar að krœkja norður
eptir fyrir riflð. Hinn 27. ágúst komust þeir að mynn-
inu á Leua; þar átti gufuskipið Lena að skiljast við þá
og hafnsögumaður hafði þar beðið eptir því lengi, til