Andvari - 01.01.1880, Side 129
Svía.
123
og torfœrur, því að ísinn lá nærri fast upp að laudi, svo
að þeir gátu varla smeygt sjer í milli. Hásetar höfðu
hörðustu vinnu, sí og æ varð í þokunni að varast fjall-
jaka-grúann og snúa skipinu fram og aptur, allt af varð
að stika djúpið og gæta þess, að ýta íshroða frá skrúf-
unni, stundum varð að brjóta og sprengja ísinn frá,
stundum varð að snúa aptur, af því að skipið var komið
í ógöngur. Á nóttunni urðu þeir að festa skipið við jaka,
því að nóttin var svo dimrn, að eigi var þoranda að halda
áfram. Allt þetta tafði mjög ferðina, en þó var það
einkum til farartálma, að dagur var nú orðinn svo
stuttur og birtan, meðan hún var, varla annað en skýma.
Vanalega er hafið hjer íslaust um þenna árstíma, en
þeir Nordenskiöld vóru hjer eins óheppnir eins og þeir
höfðu verið heppnir fyrir norðan Tjeljuskin-höfða. |>eir
hjeldu nú áfram ferð sinni þó að skrykkjótt gengi, einkum
eptir að þeir komust austur íyrir Schelagskoi-höfða, því
að eptir það urðu þeir að brjótast austur eptir gegnum
ísinn með öllu afli og þori, þeir urðu að nota sjer hverja
smugu og bíða eptir að íshrannirnar hreyfðust, opt var
um leið svo grunnt, að að eins nokkurir þumlungar vatns
vóru undir kjölnum, og opt varð Vega með öllum krapti
að renna á ísinn, til þess að mölva hann og koma
honum undan; stundum varð skipið fast eins og fieygur
í botnísnuin, ogþá varð að sprengja hann frá meðpúðri;
það var því eigi furða, þó að ferðin gengi seint. Hinn
12. septemberm. komust þeir að Norðurhöfða, og urðu
þar ístepptir í 6 daga inni í lítilli vík millum hárra kletta.
Um þessar mundir komu eigi fáir þarlendir menn
út á skipið. J>eir kallast Tschukschar (frb. Tsjúksjar).
Einn af fyrirmönnum þeirra heimsótti þá við Norður-
höfða, han lijet Tscheporin. j>ar gaf lionum á að líta
margt nýstárlegt, enda skoðaði hann allt grandgæfilega
og jiukiaði á hverjum hlut; hann varð alveg hissa þegar
hann leit í spegil, ogþegar hann heyrði hljóðfœraslátt kipptist