Andvari - 01.01.1880, Side 130
124
Norðurferðir
hann allur til og gretti sig, og hver limur og vöðvi
iðaði og spriklaði epfcir tónunum; loks gat hann ekki
lengur þolað kyrrsetuna, en stökk fram á þilfarið og
dansaði þangað til liann allur löðraði í svita. Hann vildi
eignast hvern hlut, er hann sá, og bað að gefa sjer;
einkum girntist hann þó allt matar kyns. Hann fjekk og
ýmsa hluti, þar á meðal tvær úrfestar úr látúni; þær
hengdi hann í eyrun og Ijet dingla niður á brjóst. Brenni-
vín þótti honum gott.
Tschukschar búa á norðurströnd Síberíu frá Sche-
lagskoi-höfða austur að Beringssundi mjög strjált og
eru varla fleiri en 3 eða 4 þúsundir alls. þ>eir eru
mógulir á hörundslit, konur ljósari en karlar, augun
skáhöll, hárið kolsvart; þeir eru smáir vexti; þó sáu
þeir konu, sem var 3 álnir og 3 þumlungar. Tschukschar
eru þolnir og þrautgóðir ef á reynir, en þó jafnast latir
og framtakslitlir; þeir eru góðlyndir, gestrisnir og vin-
fastir, en skammt á leið komnir í flestum hlutum. þeir
sem næst ströndinni búa, lifa af fiski- og selaveiðum,
en hinir syðri af hreindýrum, eins og Lappar. Strand-
búana skoðuðu þeir Nordenskiöld mest og bezt, af því
að þá liöfðu þeir daglega fyrir augum. J>eir búa i smá-
þorpum við sjóinn; í hverju þorpi eru 3—20 tjöld.
Tjöldin eru strýtumynduð, úr sela- og rostungaskinnum;
innan í er grind úr rekavið. Innan í þessu stóra sel-
skinnstjaldi í einhverju horninu er annað minna tjald
ferhyrnt úr hreindýrahám, í því er aðalbústaðurinn á
vetrum. f>ar hangir í miðju iopti stór grútarlampi.
Lampar þessir eru eigi annað en stór trje- eða leirskál
full af lýsi, í því synda nokkurar mosatyrjur, sem kveikt
er á. A vetrum er aliur matur soðinn við þessa lampa og
lampinn hitar líka tjaldið, svo stundum er þar inni 400
hiti þegar 40° kuidi er úti fyrir, enda sitja Tschuk-
schar þá alnaktir kring um lampana. þ>aö má
geta nærri, að ekki er daungott í slíkum híbýium í