Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 131
Svía.
125
ofsahita og grútarbrælu, og þó sofa þeir þar allir inni,
karlar og konur í einni bendu. Ytra tjaldið stóra er
haft fyrir geymsluhús og þar hafa þeir hunda þá, er
draga sleða þeirra. Á sumrum hafast þeir sjálfir þar
optast við, kynda eld, sjóða og steikja og sitja kring
um í hring; reykurinn leitar út um lítið gat efst í
toppi tjaldsins, en af þessu leiðir, að þeir sitja í sífelldri
svælu, en ■ því eru þeir orðnir vanir og kippa sjer því
ekki upp við það þó að dálítið rjúki.
Tschukschar ganga alltaf klæddir loðskinnum, þeir
hafa síða úlpu úr hreindýraskinnum og vita hárin út,
en á innri klæðum inn. Karlmenn hafa þröngvar skinn-
brœkur og loðna skinnsokka, konur ganga í víðum
brókum, er að eins ná niður á knje. Karlar skera
hárið stutt, en konur hafa sítt hár í tveim fijettum og
hanga þær niður fyrir framan eyrun, en nokkuð af
hárinu er greitt niður á ennið og skorið jafnt fyrir
ofan augabrýrnar. Strandabúarnir eru veiðimenn miklir
og lifa nærri eingöngu á sela- og rostungaveiðum, og
opt verða þeir í hörku-gaddi að liggja marga daga við
vakir og bíða veiðarinnar. þ>eir nota til veiða löng
spjót, bæði lagspjót og skotspjót, boga og örvar, skutla
og nokkurs konar slöngur. Jpeir hafa selskinnsbáta
stœrri og minni eins og Grœnlendingar. Á vorin veiða
þeir kópa í nótir úr ólarreipum, sem þeir leggja milium
jakanna. Hamrar þeirra eða sleggjur eru úr steini og
rekur úr rostungsbeini, búshluti hafa þeir úr beini og
trje, reyrða saman með selskinnsólum. Tschukschar hafa
sleða úr trje bundna saman og margvafna með selskinns-
böndum; fyrir þá beita þeir hundum, stundum eru
allt að 20 hundar fyrir sleðanuin. Á sleða geta þeir
með mörgum hundum farið allt að því 3—4 þingmanna-
leiðir á dag. Hundarnir eru líkir úlfum, grimmir og
rífa í sig allt, er þeir ná í, enda skipta húsbœndur.
þeirra sjer eigi mikið af þeim. Aðalfœða Tschukscha