Andvari - 01.01.1880, Síða 132
126
Norðurferðir
er selakjöt og selspik; þeir eta og birni, hreindýr, fugla
og fiska, er þeir fá. Með kjötinu eta þeir mururœtur
og hundasúrur, og ver það þá skyrbjúgi. Á sumrum
þegar vel veiðist iifa þeir í mestu ógengd og eta og
sofa á víxl, meðan er eitthvað er til, en þegar forðinn er
að þrotum kominn, er opt hart í búi, enda leggja þeir
sjer þá til munns allt,, er tönn á festir, þá sjóða þeir
beinabruðning, og á því lifa menn og hundar, þó að eigi
sje það staðgóður matur. Tschukschar eru að nafninu
til kristnir, en vita þó varla hvað kristin trú er og
fvlgja að öllu heiðnum siðum; þeirgjörast kristnir þegar
þeir koma á markaði suður í landi og hitta rússneska
presta, sem gefa þeim tóbak og bennivín fyrir að láta
skírast. Allir heldri menn eiga tvær konur eða fleiri.
Líkami dauðra manna grafa þeir eigi, en leggja þá út
á víðavang og láta úlfana naga utan af beinunum.
Kring um líkið leggja þeir hreindýrahorn, hauskúpur
af björnum, rostungum og selum, sem fórnir til and-
anna. Tschukschar syngja ýmsa söngva, ef söng skal
kalla, því að það líkist miklu meira því, að kveðnar sjeu
rímur og dreginn seimur. Tscliukschar hlýða tveim
höfðingjum; býr annar þeirra við Anadir, hinn við
Kolyma.
Tschukschar hafa áður búið sunnar, en hafa orðið
að flýja norður að íshafi fyrir óeirðum suðrœnni þjóða.
J>á var við strendurnar þjóð, er hjet Onkilon. J>eir
grófu sjer híbýli í jörðu og hlóðu yfir grjóti og torfi.
f>eir Nordenskiöld sáu ýmsar rústir af bústöðum þeirra.
Onkilonar biðu ósigur fyrir Tschukscbum, og fiýðu á
bátum norður í haf, og hefir eigi spurzt til þeirra síðan.
Sumir halda þeir hafi fiúið til Wrangelslands og segja
það enn byggt, því að einstaka sinnum komi menn á ís
til meginlands norðan að. Fyrir vestan Tschukscha er
lítil þjóð við Kolymafljót, er kallast Jakútar, þeir eru
nú mjög fáir, en hafa verið voldugir fram á tímum og