Andvari - 01.01.1880, Síða 133
Svía.
127
ýmsar smáþjóðir hafa stokkið undan þeim norður til
hafs. J*essar smáþjóðir hafa að nokkurra ætlun komi/.t
á ísum yfir Norðurhafsevjarnar allt austur til Grœnlands.
Sumir ætla jafnvel, að Skrælingjar á Grœnlandi sjeu
eptirkomendur fornra Síberíuþjóða, er orðið hafa að
stökkva úr landi. Tungur allra Skrælingja bæði í Asíu
og Ameríku eru mjög líkar.
Frá Norðurhöfða hjeldu þeir Nordenskiöld áfram,
en eigi varð betra þegar þeir komu austar og 18. sept-
emberm. rak Yega sig á grunn, en komst þó óskemmd
af aptur; allt af varð öðugra að komast áfram og 28.
septemberm. var eigi að hugsa til að komast lengra, og
þar þeir urðu að búast um til vetrarsetu. pað var stök
óheppni, að þar skyldu vera svo miklir hafísar þá, því
um þessar slóðir fara árlega mörg hvalveiðaskip (fram
undir 50 gufuskip), og sumir verzla við landsbúa,
enda komust þeir Nordenskiöld fljótt að því, að lands-
menn vóru eigi óvanir Evrópumönnum, því að margir
kunnu eigi allfá ensk orð. það var á 67° 7' n. br. og
173° 4' v. 1., sem Vega fraus inni. Norðausturleiðin
öll er 4000enskar rnílur, en nú vóru að eins eptir 120.
Nú urðu þeir að búast um sem bezt þeir gátu.
|>eir tjölduðu yfir endilangt skipið, rær og stengur vóru
teknar niður, og allt, búið sem hlýjast og þægilegast.
Skipið var hitað upp með 5 stórum ofnum og með
þeim mátti halda jöfnum hita í öllu skipinu þó rnesta
grimmdar frost væri úti; til eldsneytis höfðu þeir reka-
við og steinkol. Palander skipstjóri var hræddur um,
að ísinn mundi þrýsta of fast að skipinu, og Ijet þess
vegna höggva þriggja feta breiða vök allt í kring um
það og verja hana ísalögum, en brátt höfðu hásetar eigi
við, svo fljótt fraus sjórinn aptur; væri vökin opnuð að
kveldinu var komin á hana fetsþykkur ís að morgni og
enn þá þykkri þegar snjóað hafði um leið.
Um veturinn gjörðu þeir allar þær athuganir, er