Andvari - 01.01.1880, Side 134
128
Norðurferðir
þeir gátu. það var þó einkum veðurlagið og segulafl
jarðarinnar, er þeir gátu rannsakað. Meðan þeir höfðu
vetrarsetu bljesu sí og æ norðanvindar, og fylgdi þeim
hörku-frost. ísinn náði eins langt og augað eygði,
hvergi var að sjá minnstu vök, og á landi sást hvergi
í dökkan díl fyrir snjó; kuldinn varð allt að 47° C.
J>að bar stundum við, að þar komu sterkir stormar,
þegar hitarnælirinn stóð á -4- 30° C, og opt var hvasst
með -f- 38° C. þ>að mp geta nærri, að slíkur kuldi
hefir verið bítandi; hjer á norðurlöndum er vanalega
logn þegar frostið er meira en 20° C. J>eir urðu að
veíja allt andlitið í silkiklútnm, því að annars kól þá slrax
á nefl og eyrum, þeir urðu líka að varast að draga að
sjer þetta ískalda lopt, þvi að annars skemmdi það lungun;
þeir urðu því að draga úr kuldanum með því að liafa
eitthvað fyrir vitunum. Loptþyngdarmælirinn stóð ávallt
óvanalega hátt (einu sinni á 788,i mm). Isinn var í
maímánuði 7 feta þykkur við skipshliðarnar. Til þess
að rannsaka segulafl jarðarinnar var byggt íshús á
ströndinni, því að slíkar rannsóknir verður að gjöra þar
sem ekkert óviðkomandi verkar á segulnálina, en úti á
skipinu er margt úr járni, vjelar og annað, sem komið
gat óreglu á nálina. íshúsið var 10 feta breitt og 12
feta langt, það var 100 fet frá sjó. það var eigi
þægilegt fyrir þá, sem gæta áttu að verkfœrunum, að
sitja tímum saman í frostinu, en vanalega var skipt
um sjöttu hverja klukkustund. Milli hússins og skipsins
vóru byggðar ísvörður með reipum á milli, til þess menn
skyldu eigi villast í myrkri og kafaldshríðum. Frá byrj-
un desembermánaðar athuguðu menn daglega aðfall og
útfall í sjónum, með því að taka nákvæmlega eptir hve
mikið skipið hækkaði og lœkkaði. Mismunurinn á flóði
og fjöru var mjög lítill, sjórinn hækkaði við stórstraums-
tlóð ekki meir en 8 þumlunga, þó gat nokkur breyting
orðið á þessu eptir vindstöðunni. Aí því að þeir höfðu