Andvari - 01.01.1880, Síða 136
130
Norðurferðir
dag frá degi, og í byrjun júlímáuaðar var land að mestu
leiti autt. Undir eins og snjórinn livarf af jörðu grœnk-
aði hvarvetna og allt þaktist marglitu blómskrauti; í
mjög norðlœgum löndum er slíkt alltítt, að jurtirnar
gróa svo fljótt, sumarið er svo stutt og grösin verða að
þjóta upp sem fljólast, ef þau eiga að ná takmarki sínu,
að hafa framleitt ný frœ, sem geymast undir snjóhjúpnum,
þangað til sólargeislarnir vekja þau með næsta vori.
fegar snjórinn fór að bráðna, mynduðu’st ótal lækir og
tjarnir, og þar að safnaðist grúi alls konar fugla, einkum
mávar, gæsir og helsingjar, og ströndin var öll kvik af
selningum. ísinn fór nú smátt og smátt að þynnast,
og vakir komu hjer og hvar, suörænir heitir vindar
bræddu meir og meir, og 18. júlímán. tóku skipverjar
eptir því, að ísinn við skipið fór að hreyfast, þá var
undir eins kynt undir gufuvjelina, og eptir hálfa klukku-
stund komst Vega austur í ái, sem var með landi fram.
Nú vóru þeir úr allri hættu, höfðu þá setið ístepptir 9
mánuði og 20 daga. Sunnudaginn hinn 20. júlí kl. 11
f. m. fór Vega fram hjá Austurhöfðu Asíu og svo var
norðausturleiðin fuudin.
peir Nordenskiöld böfðu nú unnið þrekvirki, sem
lengi mun halda nafni þeirra á lopti; þeir höfðu ráðið
gátu, er landafrœðin lengi hefir reynt að leysa, unnið
vísindunum mikið gagn og opnað verzluuinni nýjar
brautir, því að þótt það sje eigi líklegt, að skip geti
óhindrað á hverju ári farið alla norðausturleiðina, þá
má þó komast bæði að austan og vestan alllangt fram
með ströndum Síberíu; þessi ferð mun eflaust gjöra
mikið til þess að útrýma hræðslu manna við að sigla
um þær slóðir, með því gjöra Ijettari vörullutninga frá
Síberíu og þar með gjöra stór lönd gagnlegri og byggi-
legri en þau áður hafa verið.
fegar þeir komu suður úr Beringssundi hjeldu þeir
inn í Lawrenceflóariceyjann til Lawrennuar og svo til
Beringseyjar. Sú eyja heitir eins og sundið eptir