Andvari - 01.01.1880, Page 139
IV.
Um almennt aldatal og ártal og samskeyti
þess viö íslenzkt tímatal i fornöld
eptir
Gísla Brynjúlfson.
jpað er merki um, að menntun og fróðleilcr sé farinn
að þroskast með mönnum, þegar svo langt er komið
að fast tímatal er almennt haft til að miða við atburð-
ina eptir rettri röð. En hitt verðr þó fyrst að vera,
að ársskipunin öll, með óbreytanlegum dagafjölda og
mánaða, sé svo fastráðin orðin, að þar eptir megi telja
með áreiðanlegri vissu, því ártalið sjálft er undirstaða
livers meira eða lengra tímatals. þ>að er þó auðsjáan-
legt, að mjög mikill tími liefir orðið að líða, meðan
mannkynið enn var í barnœsku, áðr enn svo langt gæti
komizt, og er því ei óþarft, að fara um það atriði enn
nokkurum orðum til undirbúnings, áðr enn lengra sé
lialdið.
þ'að, sem hœgast var fyrst að taka eptir, er muur-
inn á degi og nótt, sem sólin ræðr, og því næst hitt,
að tunglið fer sí og æ hvað eptir annað á svo og svo
mörgum dögum í kring um jörðina. Að þessu hafa og
allar þjóðir gefið mestan gaum í upphafi, og markað
þar af hina fyrstu tímaskiptingu. í biblíunni segir svo,