Andvari - 01.01.1880, Page 140
134
Um aldatal
að guð hafi skapað sól og tungl til að «geía teikn
tíma, daga og ára» (1 Mós. 1, 14), og sama hugmynd
kemr fram í Eddukvæðunum fornu, þar sem sagt er
um Sól og Mána, börn Mundilfara, að þau hvern dag
skuli hverfa um himin «öldum at ártali» (Vafþrúðnis-
mál 23). J>ar næst var og hœgt að taka eptir því, að
munr er á ártíðunum eptir sólargangi, hvort hann er
hár eða lágr um miðjan dag; og var það þá líka hrátt
auðfundið, að árstíðirnar koma hvað eptir annað aptr í
sömu röð á jafnmargra daga fresti; en hitt var örðugra,
að finna með nákvæmni, hversu langr sá frestr eiginlega
væri, eðr með öðrum örðum að finna hið rétta dagatal
ársins. Um það hafa menn því mjög lengi verið í
mesta efa, en svo virðist þó, sem menn löngu fyrir
upphaf allrar sögu hafi verið komnir að þeirri niðrstöðu,
að telja 360 daga í árinu, og þá um leið tekið eptir
því, að á því tímabili fer tunglið einnig hér um bil 12
sinnum i kring um jörðina. paðan er það komið, að
menn mjög snemma skiptu árinu í 12 mánuði, eins og
orðið sjálft sýnir, því að það er í voru máli dregið af
«máni», og svo hefir og verið hjá öllum hinum fornu
menntunar-þjóðum, að af þeirra heiti á tunglinu er og
dregið nafnið á tólfta hluta ársins. í 360 daga ári
ættu nú mánuðirnir tólf að vera rétt þrítugnættr hver,
en í raun og veru er tunglið ei að meðaltali nema
29V2 dag á leið sinni í kring um jörðina, og það gerir
tólf sinnum ei meira enn 354 daga, svo að hér er
strax 6 daga munr, sem tunglárið, er menn svo hafa
kallað og 11 daga vautar í lengd hins almenna sólarárs,
er styttra enn hið elzta sólarár. En það sólarár (360
daga árið) er og sjálft of stutt, og vóru hinir fornu
Egyptalandsmenn þegar meir enn 3000 árum f. Kr.
búnir að taka eptir þessu, því að þeir juku þá ár sitt með
5 dögum og töldu æ síðan 12 mánuði í því þrítug-
nætta og 5 aukadaga, sem fylgdu síðasta mánuðinum,