Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 143
og tímatal.
137
ára öld, sem mynduð or með því að margfalda sólaröldina
með tunglöldinni, eða 28 X 19. Páskaöldin meiri er og
stundum kölluð ngamla öld» í formitum íslenzkum, en
liin moiii eða mikla var hún að eins kölluð til aðskilnaðar
frá tunglöldinni, er og stundum var kölluð páskaöld, af
því hún einkum var höfð til að finna páska með. En
á öldum þessum stendr svo, ef lengra skal fram telja.
Egyptalandsmcnn hinir fornu töldu, sem áðr er
getið, í daglegu lífi eptir 365 daga árum, en vissu þó,
að rétt sólarár er nær því 6 stundum longra, og leiddi
af því, að hið vanalega ár þeirra varð breytilegt við
árstíðirnar, svo að heilum þrítugnættum mánuði þokaði
aptr að ársupphafiuu á hverjum 120 árum. En þó
undarlegt megi þykja, þá leiðréttu Egyptar þetta ei á
stuttum fresti eins og hœgt hefði verið og Júl. Cæsar
síðan tók upp, heldr létu þeir dagana safnast fyrir í
1460 júlíönsk ár, ok juku þá í einu heilu ári inn í
tímatal sitt, svo að þeir töldu nú 1461 sinna ára jafn-
langt tímabil og 1460 hinna lengri sólarára; og stendr
það alveg heima að því tali, þó munrinn á öllum þeim
tíma við rétt sólarár sé enn hér um bil 11 dagar og
Víí, er oflangt er talið og aukið í að raun og veru1).
fetta ár Egypta hafa menn kallað liið breytilega eða
hreifanlega (annus mobilis), því dagarnir fœrast í því á
1460 árum um allt árið, svo að livert hátíðarhald, sem
bundið er við vissan máuaðardag ber á því tímabili
eiuu sinni upp á livern dag í árinu, og sögðust Egyptar
einmitt halda við það þess vegna, til þess með því móti
að helga árið allt jafnt, er mostu goða blót þannig lentu
einu sinni á hverjum degi. En af því sumar hátíðir þó
líka hjá þeim vóru bundnar við tunglkomur, þá gættu
þeir þeirra og nákvæmlega, og höfðu þegar tekið eptir
’) Að réttu taii oru 1505 vanaleg (365 dnga) ár nær því
jöfn við 1506 sönn sólhvarfsár.