Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 144
138
Um aldatal
þvi, að á hverjum 25 ára fresti ber þær hér um bil
upp á sama daginn í hinu hvikula eða óstöðuga egyptska
ári, svo nú var hœgt að telja eptir og vita fyrir fram
um tunglkomur, hvern egyptskan mánaðardag þær
yrðu á því tímabili. pessi 25 ára tími var því þeirra
tunglöld, er þeir kölluðu dApis-öld» og kenndu við
naut eitt svart, er þeir ólu um jafnlangan tíma í höfuð-
hofi í Memfis og töldu heiiagt, allt til minningar um
Ósíris hinn dána, er var þeirra Baldr hinn góði. Systir
Ósírjs og kona var ísis gyðja, er þeir sögðu hefði ríkt
á Egyptalandi «ár alda» eptir hann, líkt og Freyja á
Norðrlöndum eptir Frey, en henni var hundastjarnan
(Sirius) helguð, hin skærasta stjarna af öllum stað-
stjörnum (fastastjörnum), er þeir kölluðu «Sóþis», og
við hana kenndu þeir aptr hina meiri tímatalsöld sína,
1460 ára öldina, er þeir kölluðu «Sóþis-öld». Kemr
þetta af því, að þeir miðuðu upphaf hennar við hunda-
stjörnuna, og töldu alla ársskipun þá að eins í réttum
skorðum, er allt bæri saman, upphaf vaxtar í ánni Níl
— en hann hefst æ um sumarsólstöður, svo enn sem
fvrir 5000 ára —, og uppkoma hundastjörnunnar með
morgunsárinu hinn fyrsta dag í mánuðinum f>oþ, er
Egyptar létu vera fyrstan í sínu ári, og kenndu við
þann guð sinn, er mest á skylt við Hœni, Heimdal
og Braga hjá oss. En þetta var nú einmitt svo réttum
3285 árum f. Kr., því þá kom, að reikningi hins
frakkneska stjörnufrœðings Biot’s, hundastjarnan upp,
frá Memfis að sjá, sjálfan sólstöðudaginn eða hinn
lengsta dag, sem það ár og, ef talið er fram eptir
júlíönskum árum, ber upp á 20. júlí, er þá hér um
bil hefði samsvarað réttum gregoríönskum 24. júní.
Árið 3285 f. Kr. var því allt í réttum skorðum, og
verða menn þess vegna og að álykta, að um það leyti
hafi Egyptar fyrst hafið það tímatal sitt, er síðan hélzt,
og staðráðið ársupphafið við mánuðinn f>oþ, þó þeir