Andvari - 01.01.1880, Side 145
og tímatal.
139
létu hann síðan fœrast um allt Arið, og vissu því vel,
eða ef til vill tœkju fvrst seinna eptir því,' að hunda-
stjarnan kœmi ei aptr upp rétt í sama mund hinn sama dag,
er þá og æfinlega enn bar uppá 20. júlíanskan júlí, fyrr
enn eptir 1460 ár. Geta menn og sannað, að þetta
hélzt svo, hvað mánaðardeginum viðvíkr, í meir enn
3000 ára. Er það fyrst og fremst kunnugt af frásögnum
samtíðamanna rómverskra, er þá réðu Egyptalandi, að
ný Sóþisöld var enn talin að hefjast þar þann dag 139
árum e. Kr., nokkuru eptir dauða Hadríans keisara; og
stjörnufrœðin sýnir, að þá kom Sirius líka upp rétt á
undan sólu hinn 20. júlí, er þá einnig bar upp á fyrsta
foþ, og sást fyrst í morgunroðanum þann dag á
Egyptalandi, eins og menn þar höf'ðu búizt við1).
Heilli slíkri öld, eða 1460 árum, á undan átti því og
enn að vera eins, og nú vita menn líka af fornritum
Egypta, að svo var; því einmitt árið 1322 f. Kr. töldu
þeir og að ný Sóþisöld hefði hafizt, um sama leyti
sem það nú er fullsannað, að Móses í raun réttri
flutti Gyðinga út af Egyptalandi, og enn eins árið 2782
f. Kr, er hin fyrsta Sóþisöld hefst, er telja má að vér
enn höfum sannar sögur af. Er það því og ei heldr
undarlegt, þó það væri orðið að nokkurs konar almennri
trú, að hundastjarnan kœmi æfinlega á því tímabili upp
í sama mund 20. júlí á Egyptalandi. Ab vísu stóð
þetta ei eins vel heima um allan þann tíma við rétt
sólhvarfsár, því «framsóknin», er strax skal betr skýrt
frá, veldr því, að uppkoma hundastjörnunnar með sól
verðr æ meir á eptir sólstöðunum og því líka á eptir
upphafi vaxtarins í Níl; en sú merkilega tilviljun, að
oflengd hins vanalega (júlíanska) árs er nær því jafn-
mikil og »framsóknin», eða hér nm bil 11 dagar á
hverjum 1460—1505 árum, og aðrar ástœður, sem hér
‘) Smbr. L. Ideler, Handbuch der Clironologic, 1, 129.