Andvari - 01.01.1880, Síða 146
140
Um aldatal
yrði oflangt að telja og serstaklegar eru fyrir Egypta-
land, gerðu á hinn bóginn, að mánaðardagrinn gat
samt lengr haldizt þar hinn sami enn alstaðar
annarstaðar. Árið 3285 f. Kr. var, sem sýnt hefir
verið, allt í réttum skorðum, en 503 árum síðar
eða 2782 f. Kr., er fyrst er getið upphafs Sóþisaldar,
var uppkoma stjörnunnar þegar orðin 3—4 dögum á
eptir sólstöðunum og svo æ meir og meir, uns húu
139 árum e. Kr. var orðin nær því mánuði á eptir;
því þó hana það ár enn líka bæri upp á sama mánaðar-
dag, þá var nú sú breyting á orðin eptir leiðréttingu
Jul. Cæsars, að 20. júlí var þá, eins og nú, hér um
bil á réttum stað í sólarárinu. En síðan festist það, að
telja æfinlega svo, sem enn má sjá í almanökum, þar
sem upphaf »liundadaga» hvert ár er talið um það
leyti, hvort sem þetta svo upprunalega er frá Egyptum
komið eða ei. En hvað um það er, þá er nú sýnt,
hversu hið elzta tímatal í lieimi er við Sirius bundið,
og hinu frægi háskólakennari í Berlín, K. Lepsius, einn
hinn mesti og göfgasti Egyptafrœðingr á þessari öld,
hefir því ei af ófyrirsynju talað, er hann svo vel og
merkilega hefir sagt, að stjörnuna «Sóþis» megi með
sanni kalla leiðarstjörnu alls fróðleiks um og á Egypta-
landi í fornöld1), þar sem allt fyrst komst í þanu
') Einna merkilegust af þeim mörgu ritum og verkum, er
R. Lepsius hefir gefið út um Egyptaland er Chronologie
der Ægypter, I, Berlin 1849, er fyrst kom því máli í
rétta stefnu, þó aðrir hafi síðan leiðrétt einstök atriði.
Chr. liunsen hafði áðr lagt grundvöllinn með hinu frœga
verki sínu Ægyptens Stelle in der Weltgeschichte, er
fyrsta bindi kom út af 1845, en hið síðasta og 6. eigi fyrr en
1857. En frakkneskr maðr, j. F. Champollion, fann
fyrst 1821 hvernig lesa skyldi helgiristur Foruegypta, og
margir liafa síðan aukið þann fróðleik, bæði frakkneskir,
enskir og þjóðverskir menn o. s. frv., svo nú er allt
miklu ljósara um það efni, enn áðr var og lengi hafði verið.