Andvari - 01.01.1880, Page 149
og tímatal.
143
I íáóter (o24—317 f. Kr.) og Ptolemæos II Fíladelfos
(— 247 f. Kr.). Hann var sjálfr egyptskr maðr, og mátti
því vel vera kunnugr öllum hinum eldri frœðum þjóðar
sinnar, er hann sem höfuðgoði einn hafði nœgan að-
gang að; en hann reit sögu Egyptalands á grísku fyrir
Ptolemæos II, til þess að gera Grikkjum kunnuga rétta
frásögu Egyptalandsmanna sjálfra. Sú bók er nú því
miðr töpuð í heild sinni, en leifarnar, sem eptir eru,
sanna nógsamlega, að Maneþó hefir nákvæmlega farið
eptir eldri ritum og fornmenjum Egypta, sem enn er
margt til af og menn nú eru farnir að geta lesið, svo
það er áreiðanlegt, að hjá honum kemr fram hin rétta
sögn Fornegypta sjálfra. Teli menn nú fram frá niðr-
lagi hinnar síðustu Sóþisaldar, er menn vita getið, 129
árum e. Kiv, sem áðr ei sagt, þá verðr að tali Maneþós
sköpunarár veraldar, eða fullkomnunar hennar, 36,360
f. Kr.; og þá hófst undir eins bæði Sóþisöld og Apisöld
hin fyrsta, og að líkindum einnig sú öld, er enn oinnar
er ógetið af þeim öldum Fornegypta, er menu hafa
greinilegar sagnir af, og því að lokum líka ska! drepið
lítið eitt á hér, þó margt sé enn heldr efasamt um hana.
þ>essi öld er kölluð «Fönixöld» og kennd við
fuglinn Fönix, er Heródót getr fyrst um, og segirEgypta
hafa sýnt, sér rnyndir af og rœtt margt merkilegt um.
Sögðu þeir honum, að hann ætti heima austr í löndurn
undir sólaruppruna, væri líkastr örn að stœrð og útliti,
nema rauðar fjaðrirnar og gullslitr á, en lifði í rétt
500 ár og kœmi þá æ, er hann væri orðinn svo gamall
og vissi fyrir dauða sinn, til Egyptalands til þess að
deyja þar. Gerði hann sér þá hreiðr í Heliopolis og
brenndi sig þar síðan sjálfr á báli, eu úr öskunui tlygi
síðan upp nýr og unglegr fugl, sonr hins gamla eða
hann sjálfr endrhorinn, er þá fœri austr aptr og byggði
þar, uns hann að 500 árum liðnum gerði sem hinn
eldri og kœmi aptr til Egyptalands, til að brenna sig