Andvari - 01.01.1880, Blaðsíða 150
144
Um aldatal
þar. Og svona gengi koll af kolli um allan aldr. Er
það Ijóst, að hér er blendingr af skáldlegri trú um
endrburð1) allra hluta og einhverju tímatali, sem þó er
því örðugra að segja nokkuð um með vissu, sem ei öllum
einu sinni ber saman um aldr fuglsins. J>ó er líklegt
að 500 ár Heródóts séu hið rétta egyptska tal, og hefir
E. Lepsius getið til, að í því liggi bending til þess, sem
víst er, að 1505 almenn ár eru jöfn 1506 réttum sól-
hvarfsárum, svo að þann mun mætti jafna á hér um bil
8 Fönixöldum. Dettr mér nú í hug, að það er í því
tilliti ei heldr ómerkilegt, að Egyptar töldu, sem áðr
hefir verið sagt, upphaf hinnar fyrstu Sóþísaldar sinnar
réttum 503 árum eptir að allt stóð heima í fyrstu,
bæði upphaf ártalsins og vaxtarins í ánni Níl um sumar-
sólstöður. Víst er það. að Egyptar verða að liafa talið
hina fyrstu Fönixöld sína samtíða upphafi heimsaldrsins
sjálfs, því þá að cins koma allar aldir saman á þenna
hátt: heimsaldr er 36,500 ár, en í heimsaldri 25
Sóþisaldir, 73 Fönixaldir og 1460 Apisaldir.
Frá öllu þessu tímabili hefir Maneþó sagt eitthvað í
sinni bók, er hann taldi, að goð hefðu fyrst ríkt um 12
') Fönix er grískt orð, sem merkir «skínandi», og liafa þeir
því að eins snúið svo útlendu nafni. það kemr og fyrir sem
mannsnafn í fornsögum Grikkja löngu fyrir Heródóts tíð, og
er því ei ólíklegt þeir sjálflr hafi forðum haft líka trú í því
efni og Egyptar. Iiabbínar, elztu frœðimenn Gyðinga eptir
að ritningunni sjálfri var lokið, geta og hinnar sömu trúar,
og segja fuglinn hafi á hebresku heitið •kól» (sbr. Job, 28,
18, þar sem það orð almennt er talið að merkja «sand»,
og Sálm. 103, 5: «ungr aptr sem annar örn»), og aldr
bans verið taiinn til 1000 ára eins og «dagr drottins*. Á
egyptsku heitir fuglinn «benno« og sest mynd hans opt á
fornmenjum þeirra, en hugmyndin öll á auðsjáanlega einkum
skylt við ódauðlegleika-trú líkt og sögurnar um Óðinn «í
arnarham ■ og Braga á Norðrlöndum í fornöld.