Andvari - 01.01.1880, Side 152
146
Um aldatal
Jeir aptr 12 í árinu; því þaö er eitt eptirtektavert um
þá, að þeir sýnast fyrstir manna hafa tekið upp að
fullu tylftatal (Duodecimal System) við hliðina á hinu
miklu eldra tugatali (Decimal System) og beitt því við
allan mæli og vog, er A. Böckh, hinn mikli frœðimaðr,
með frábærum skarpleik hefir sannað í hinni viðfrægu
bók sinni um það efni1), að fyrst sé frá þeim komin
um alla Norðrálfuna. En einkum lögðu þeir sig mjög
eptir tunglinu og skyndiför þess í kring um jörðina,
enda vóru þeir líka komnir svo langt í því tilliti þegar
á 8. öld f. K. að minnsta kosti, að þeir gátu sagt
fyrir um tunglmyrkva, og höfðu tekið eptir því, að sam-
göng sólar og mána verða með sama móti á hverjum
18 árum (júlíönskum) og 11 dögum, er einmitt er jafn-
langt við 223 mánaumferðir frá kveikingu til kveikingar,
svo að á því tímabili verða tunglmyrkvar æ í sama
mund. þessa öld kalla menn því og hina nkaldeísku
ö 1 d •>, og er hún enn viðhöfð til að segja fyrir um tungl-
myrkva eptir. þ>ar næst er hin oiginloga «tunglöld»,
er opt hefir verið getið, því þó hún nú optast sé kennd
við Moton, grískan mann í Aþenuborg, or fyrst leið-
rétti ár Aþenumanna eptir henni, þá er ekki efunarmál,
að Babyolonsmenn hafa þekkt hana miklu fyrr, og að
öllum líkindum fyrst fundið hana. Hún er á þeiri eptir-
tekt byggð, að 235 tunglsumferðir frá kveikingu til kveik-
ingar eru svo nærfelt jafnar að tíma við 19 rétt sólarár,
að ei munar nema um rúmar 2 stundir, sem þær standa
lengr yfir, og á því tímabili ber allar tunglkomur og
tunglbreytingar sífelt upp á hinn sama mánaðardag í
júlíönsku ári. Gyllinitalið, sem enn má sjá ár hvert i
almanakinu, er ei annað enn áratal þessarar aldar, svo
’) Metrologische Untersuchungen iiber G-ewichtc, Miinzfiisse
und Masse des Alterthums in ihrem Zusammenhange.
Berlin 1838.