Andvari - 01.01.1880, Side 153
og tímatal.
147
að þar sem það t. a. m. í ár (1880) er XIX, þá merkir
það að eins, að þetta ár sé bið 19. eða síðasta í nú
verandi tunglöld, svo að næsta ár hefíst ný, og er þetta
eitt til merkis um, hvert samband enn er á milli vors
tímatals og hinua fornu Babylolonsmanna. En þess utan
höfðu þeir og enn fieiri aldatöl, er þó er nokkuð óljóst
um, til hvers notuð vóru, og það eitt víst, að tölurnar
12, 60 og600 eru undirstaða þeirra1); og af þeim marg-
földuðum á ýmsa vegu mynduðu þeir t. a. m. hina
miklu keimsöld sína eða heimsaldr, er þeir töldu mörgum
(12 eða 13) sinnum lengra, enn Egyptar höfðu gert.
Berósos, kaldeískr maðr, er reit á grísku fyrir Anti-
ochos Sóter (280—262 f. Kr.) konung sinn, líkt og
Maneþó á Egyptalandi, nefnir «sarosn, «neros» og
«sossos», eða 3600, 600 og 60 ára aldir, og telr fyrst
eptir heimssköpun 10 konunga fyrir flóðið, Aloros—
Xísúþros, er ríkt hafi í 120 «saros», eða 432,000 ár,
en því næst 86 fornkonunga til Meda, er hann hefr
með sannar sögur 2458 árum f. Kr., í svo og svo marga
«neros», og þá enn mjög marga konunga til upphafs
Persa 538 f. Kr., alls í 36,000 ár. En þá er svo að
sjá, sem hann enn haíi fyllt hina síðustu tölu með 500
eða 525, eins og Maneþó, og þá spáð heimsenda í miklum
*) “Iíaldeísk öld» er enn kallaö 12 ára tímabil eitt, er sagt er
þeir hafl talið að árferði og sóttarfar breytist á eptir vissum
lögum, og 60 ára öldin, sem enn er höfð víða í Asíu,
sýnist framkomin af margföldun hinnar, eða 12 X 5. Um
600 ára öldina getr Jósephus, sagnaritari Gyðinga, og
kallar hana hina »miklu öld», en ei er ólíklegt, að hún
sé hið sama sem Fönix öld Egypta og aðeins talin eptir
stórurn hundruðum, eða = 120 X 5. Menn muni, að Ba-
bylonsmenn höfðu fyrstir tylftatal almennt, og þar af leiðir,
að þeir hafa líka fyrst talið eptir stórum hundruðum, sem
eun er svo almennt á íslandi.
10*