Andvari - 01.01.1880, Side 154
148
Um aldatal
bruna líkum Surtaloga í Völuspá, 38 eða 13 árum f.
Krists burð! Er hér hið sama að segja um sem áðr
um heimsaldr Egypta, að þetta eru ei nema hugarburðir,
er jafnvel upprunalega að eins sýnast að vera byggðir á
hinu eldra og einfaldara tali Egypta, er Babylonsmenn
höfðu nóga kynningu af meir enn 2000 árum f. Kr.,
og hafa þeir þá auðsjáanlega fundið sitt tal með því að
margfalda hið egyptska. Svo hafa og Indverjar óefað
síðan aptr farið með tölur Babylonsmanna, er þeir verða
að hafa haft veðr af meir enn 1500 árum f. Kr., og
búið sér nú til enn miklu óheyrilegri heimsaldr, svo
að millíónum skiptir, því undirstöðutalan er þó æ líka
hjá þeim 432,000. Heíi eg því og svo mjög getið tölu
þessarar hér, að hún er mjög merkilega fram komin í
sjálfri sér, en einkum þó vegna hins, að hún kemr líka
fram í hinum elztu fornkvæðum vorum, sem síðar
mun sýnt verða.
Með Grikkjum, sem tóku við af Egyptum og Ba-
bylonsmönnum, má fyrst segja, að vísindalegt tímatal
og stjörnufrœði hefíst. J>ales, Sólon, Pýþagoras
og svo margir fleiri höfðu að vísu mikið frá hinum
eldri, er þeir þekktu og höfðu heimsótt, svo að sumt,
sem almennt er kallað að þeir fyrst hafi fundið, höfðu
þeir í raun og veru frá Egyptum eða Kaldeum, og urðu
að eins fyrstir til að kenna Grikkjum það. Svo er t. a.
m. um þá uppgötvun, er Pýþagoras er eignuð, að kvöld-
og morgun-stjarnan væri í raun og veru hin sama, að
það vissu Assýrar og Babylonsmenn löngu fyrr, sem
fleigrúnaritningar þeirra nú liafa sýnt og sannað. En
Grikkir komust þó síðan miklu lengra, og frá þeim er
síðast og beinast komið það aldatal, er enn er haft.
Sjálfir höfðu þeir í fornöld að vísu þekkt 365 daga ár
og stöðugt sólarár, sem bendir til hjá Hómer og Hesíód
og víða annarstaðar, en þó einkum í daglegu lífi haft
mánaár hátíðarhaldanna vegna, og þá við og við orðið