Andvari - 01.01.1880, Síða 155
og tímatal.
149
að jafna það við sólarárið. Gerðu þeir það fyrst annað-
hvort ár, og kölluðu þó það tímabil «tríeteris» eða
«þríæri» , en það var eitt í lagabót Sólons
hins spaka í Aþenuborg (594 f. Kr.), að hann endr-
bœtti einnig ártalið og festi það; setti t. a. m. fyrst þá
skipun, að telja æ á víxl 30 og 29 daga í hverjum
mánuði túnglársins. Hélzt.þetta og ætíð síðan þegar
eptir tunglárum er talið, og er enn svo í tunglöldinni,
ef finna skal tunglkomur að meðaltali. En ár sitt
leiðréttu Grikkir þó ei að eins annaðhvort ár, heldr og
einnig 4. og 8. hvert ár, á því tímabili, er af því
var kallað «tetraeteris» og «oktaeteris» eða
«pentaeteris» og «enneaeteris»; og vóru þá og
lí!:a á þeim fresti haldnir miklir þjóðleikir, einkum hinir
víðfrægu í Olympíu frá því 776 f. Kr. Með því ári hófu
því og sagnaritarar Grikkja síðan almennt tímatal sitt,
eins og Rómverjar hófu sitt frá byggingu Rómaborgar,
753 f. Kr. að tali Varrós, sem er almennast og hefst
einu ári fyrr enn Catós tal, 752 f. Kr. Má þó af
ýmsu ráða, að «átta- eða «níu-ára-öldin» liafi í
raun og veru verið miklu eldri með Forngrikkjum, enn
almennt er álitið, og hún var líka fullkomnust og hélzt
lengst, jafuvel eptir að farið var að telja tunglkomur
eptir 19 ára öldinni. Hinn mikli stjörnufrœðingr
Eudoxos1), litlu yngri enn Plató og lærisveinn hans, og
1) Hann var frá Knídos og svo mikils metinn, aö borgarmenn
fengu hann til að setja sér lög. Cicero kallar hann konung
stjörnufrœðinganna, og hafði hann lengi verið á Egypta-
landi, og þar séð hina skæru stjörnu Kanöpos á suðrhimni,
er ei sést í grískum löndum norðar enn frá Rhódos. En
er hann kom aptr, tók hann éptir því, að ICanópos sést
og, þó að eins mjög lágt á lopti og um örlitla stund, frá
Knídos af háum stöðum, og sýndu Knídosmenn lengi síðan
sjónarhól þaun, er hann liefði leitað stjörnunnar af og fundið.