Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 159
og tíraatal.
153
daga upp á sama noánaðardag, en af því nú er einum
degi íieira í árinu, þá raskast þetta svo, að ei yrði rétt
nema 7. hvert ár, ef ei væri hlaupárin á milli, því
þau gera aptr þá röskun, að nú ber sunnudagana ei
aptr upp á sama mánaðardag fyrr enn eptir 7 X 4 eðr 28
ára tímabil. J>aö er þetta sem menn hafa kallað
«sólaröld» og auðsjáanlega mjög óeiginlega, því hún
er að eins keiind við sólina í sunnudaga nafninu, en
á að öðru leyti ekkert skylt við gang sólarinnar eða
annara himintungla. Menn einkenndu vikudagana með
A, B, C, D, E, F, G, á þann hátt, að það var kallaðr
sunnudagsbókstafr ársins, sem enn sést í alman-
ökum, er í hvert skipti lenti á fyrsta sunnudegi þess, t.
a. m. A, ef það bar saman, að 1. janúar væri líka
sunnudagr o. s. frv. En af því dagatalið raskast í
hlaupárum, sem nefnt var, þá leiðir þar af og, að sunnu-
dagsbókstafirnir raskast, svo að telja verðr tvo í liverju
hlaupári, eins og t. a. m. má sjá í almanakinu í ár
(1880), þar sem þeir eru bæði D og C. Viti menn nú,
hver sunnudagsbókstafr einhvers árs er, það er að
segja, hvern mánaðardag fyrsti sunnudagr þess var, þá
er hœgt að telja sér til á hvorn mánaðardag sunnu-
dagana framvegis beri allt árið út, og er þetta mjög
handhœgt, ef á þarf að halda, en að öðru leyti heldr
ómerkilegt eins og fingrarím. Hvenær þessi aðferð
fyrst hafi verið höfð, vita menn ei með vissu, en þar
sem hún er á því byggð, að sameina vikutalið við daga-
talið í hinu júlíanska ári, þá er auðsætt, að hún hefir
ei komið upp fyrr enn ei að eins það ártal var löggilt
orðið í hinu rómverska ríki, heldr og einuig eptir að viku-
talið var farið að tíðkast þar almennt, en það var ei fyrr
enn á fyrstu öldunum e. Kr., er kyrkjan var fariu að
mega sér nokkurs. Vikutalið sjálft er upprunalegt að
eins hjá semítskum þjóðum, Babylonsmönnum, Gyðing-
um, Aröbum o. s. frv., en hvorki Egyptar né Grikkir