Andvari - 01.01.1880, Side 161
og tímatal.
155
að kölluð er npáskaöld hin meirin. eða "gamla
öld». Hún er annars opt við Victoríus kennd, er
457 e. Kr. samdi þá páskatalsskrá (canon paschalis) fyrir
Hílaríus páfa í líóm, sem síðan var farið eptir um nær
því heila öld, því liann taldi þar líka eptir slíkum
páskaöldum; en það er auðsætt, að Anianos var honum
eldri og talið því að réttu frá Alexandríumönnum komið.
Victoríus taldi heimssköpun 5202 f. Kr., og er það það
tal, er helzt er farið eptir í fornritum íslenzkum, því
það varð síðan almennast um öll vestrlönd á miðöldunum.
Páfarnir létu sér nú mjög annt um, að koma af þeim
mismun á páskahaldinu, sem þó enn var með ýmsum
þjóðum, og valdið hafði miklu kyrkjustríði, og Dioný-
sius exiguus (f 556), ábóti í Kóm, studdi mjög að
þessu með páskatalsskrá þeirri, er hann samdi 525 — 6
e. Kr. með ráði Bonifacius II, páfa, því henni fylgdu
allir síðan eða framhaldi hennar í sömu stefnu. Dio-
nýsius hélt sér enn næv við tal Alexandríumanna, enn
Victoríus hafði gert, og hóf líka sína skrá þar sem
Cyrillus patríarki hafði hætt, með árinu 532 e. Kr.
og hélt henni nú fram um heila mikla páskaöld enn,
svo að hans skrá er í raun og veru ei annað enn
áframhald af hinni eldri Tunglaldir og páskatungl
taldi hann alveg sem Alexandríumenn, og hefir það
haldizt síðan, en hvað áratalinu viðvíkr, þá gerði hann
líka þá breytingu, sem vel fór, og síðan er við hann
kennd, er hann hóf fyrstr að miða árin við Krist, og
telja þau fyrir eða eptir hans burð, eða réttara sagt
holdgun hans. Að vísu hefir honum hér skjátlazt
um árið sjálft, því hann liefir talið Krists burð að
minnsta kosti fjórum, eðaheldr, sem L. Ideler hefir
sýnt, sex árum ofseint; en fyrir þá sök vill nú enginn,
þó tilhlýðilegt sé að vita þetta, raska góðu og velskipuðu
tímatali, er komið er í vana hjá mestu og menntuðustu
þjóðum. Heimssköpunarárinu hélt hann hinu sama,