Andvari - 01.01.1880, Page 162
156
Um aldatal
sem Victoríus liafði haft, og svo gerðu þeir, sem eptii'
hann komu, og héldu skrá hans fram, en af þeim var
frægastr og í mestu áliti Beda venerabilis (f. 672,
t 735 e. Kr ), prestr á Englandi. Hann reit á latínu
og samdi margar bœkr um tímatal, bæði sögurit og
annað, og honum fylgdu menn helzt á miðöldunum í
því efni, svo með sanni má segja, að enginn hafi gort
meira, onn hann, til þess að tal Dionýsíus varð svo
algengt sem kunnugt er. Áratal hans frá Krists burði
er á latínu nefnt Æra Vulgaris, og það kallar Ari fróði
(ialmannatal», en eina af bókum Beda prests um
tímatal, er heitir De Ratione Temporum, nefna Islend-
ingar einkum opt og kalla «aldafarsbók» hans. Er
nú sýnt, hvern veg tunglalda, sólaralda og páska-
alda tal hafi komizt til íslands, alla leið að sunnan
og frá Egyptalandi í fyrstu.
Auk aldatals þess, er nú hefir verið sagt frá um hríð og
optast er nefnt í fornritum íslenzkum, er enn eitt, sem að
vísu kemr sjaldnar fyrir þar, en þó var mjög viðhaft á
miðöldunum, til þess að dagsetja eptir skrár og skjöl.
|>að er «Indictió n a - öldin» , eða «skattöldin
rómverska», sem kalla mætti á íslenzku, því hún
dregr nafn sitt af «iudidio«, er eiginlega merkir «skipun»
en um daga hinna seinni rómversku keisara ei að eins
var haft um «skattboðið» sjálft, heldr og líka um það tíma-
bil, er það náði yfir. Setti Konstantín keisari það fyrst
í lögum 313 e. Ivr., að skipa fyrir um skattgjöld 15.
hvert ár, og skattöld sú, sem hér rœðir um, er því slíkt
15 ára tímabil. Um sama leyti lagðist og niðr, að
telja eptir olympíöðum í hinu grísk-rómverska ríki; og
lítr svo út, sem menn í stað þess hafi tekið upp skatt-
aldatalið og síðan sett það í samband við áratalið e.
Krists burð. Hefst það þá 2 árum f. Kr., eins og
sólaraklatalið hefst 9 árum og tunglalda talið 1 ári f.
Kr., er Dionýsius taldi liann bæði getinn og borinn á