Andvari - 01.01.1880, Síða 165
tímatal.
159
menn. Af tímaröðinni í frásögu Ara er og auðsætt,
að hann heíir talið þetta til þeirra ára, er Jpórarinn
Eagabróðir var lögsögumaðr, en það var frá
950—70, og hefir þá sumarauki fyrst verið lögtekinu
á því árabili, eptir að spakir og aðgætnir menn áðr um
nokkurn tíma höfðu tekið eptir, að ártalið var farið að
skekkjast svo frá réttu, að mál og missiri stóðu ei lengr
heima við réttar ártíðir, ef svo skyldi telja framvegis,
sem um nokkurn tíma hafði verið gert. Segir Ari þeir
hafi «merkð at sólargangi, at sumarit munaði aptr
til vársinsu, og mætti nú, ef menu vissu nákvæmlega
hversu mikill munrinn var orðinn og hvert ár J>orsteinu
surtr bar fram sína uppástungu á alþingi, finna eins
nákvæmlega, hvenær næst hafði verið rétt á undan.
En af því nú að því er ei að fagna, að vér vitum þetta
svo vel, þá verðr að reyna, að komast sannleikanum
nærri á annan hátt og með því að leita hans að lík-
indum einum. __^
Orsökin til skakkans var sú, að dagafjöldinh í árinu
var of lítill, eða ártalið of skammt. Sem kunnugt er,
eru í íslenzka árinu forna að eins taldir 12 mánuðir
þrítugnættir og 4 aukanætr um fram, en það gerir ei
meira enn 364 daga í stað 365 daga að réttu og
hlaupársdagsins að auk fjórða hvert ár. Gerir þetta
því að öllu samtöldu 30 daga eða heils mánaðar muu á
24 árum, en það stendr alveg heima við frásögn Ara,
að sumrinu haíi munað aptr til vorsins, því vor
hefst að voru ártali með fyrsta deginum í Einmánuði, en
sumar réttum mánuði á eptir með fyrsta deginum í
Hörpu, sem því enn, eins og alkunnugt er, heitir
csumardagrinn fyrsti». Má því og af þessu álykta, að
munrinn hafi verið orðinn svona mikill, þegar menn af
alvöru fóru að finna til, að slílct mætti ei lengr standa
óbreytt. Mun það því ei, ef vel er að öllu gætt, vera
mjög fjarstœtt réttu, að telja sumarauka lögleiddan á