Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 166
160
Um almennt
árunum 954—60, eða á fyrstu lögsagnar-árum fórarins
og skömmu fyrir lát J>orsteins surts, en af því leiðir
aptr, að þá hefir ártalið verið rétt næst á undan um
930. Er þetta því merkilegra sem það verðr einmitt
sama árið eða einu ári áðr enn Hrafn Hængsso n tók
lögsögu, strax eptir að Úlfljótr hafði sagt lög upp í
fyrstu á því alþingi, er þá var nýsett að hans og
annara höfðingja ráði. Með alþingissetningunni er og
í sjálfu sér iíklegast, að fast tímatal og sameiginlegt
hafi fyrst hafizt um land allt, því það vitum við af
Grágás, að það var eitt af ætlunarverkum lögsögumann-
anna, að segja fyrir um ártal, er vera skyldi næst,
sumar hvert á alþingi, en goðorðsmennirnir sögðu síðan
hið sama upp á leiðarþingum hver í sínu héraði, og er
engin ástœða til að halda, þetta liafi ei þegar verið svo
fyrir skipað í Úlfljótslögum.
Er hér enn eitt merki um sannsögli og nákvæmni
Ara fróða, sem ei er heldr undarlegt, því haun hafði
sinn fróðleik frá þoim mönnum, er bezt máttu vita allt
um landslög og almenna stjórnar-sögu Islands frá upp-
hafi, þar sem þeir sjálfir og forfeðr þeirra höfðu æ átt
hinn mesta og bezta þátt í öllum þeiin málum: en það
eru Mosfellingar og Haukdœlir, er og héldu því
fram með mesta ágæti í nærfelt þrjár aldir og hálfa,
uns Sturlungar hófu landráð sín og sviku ísland undir
Noregs konung. FráþvíGizor hvíti kom kristni á með
Hjalta Skeggjasyni, mági sínum, er að minnsta kosti
svo, og hjá sonarsyni Gizorar, Teitiísleifssyni biskups
í Haukadal, ólst Ari fróði upp og liafði þaðan hinar
merkilegustu sögur sínar, sem hann sjálfr segir, eða þá
frá mönnum, er mjög vóru nákomnir hinni miklu höfð-
ingjaætt Haukdœla. Hjalti Skeggjason, er einn hefir
verið mestr ágætismaðr af íslenzkum liöfðingjum í forn-
öld, var að langfeðgum kominn frá Katli einhenda,
landnámsmanni á ytri Eangárvöllum, fimmti maðr frá