Andvari - 01.01.1880, Síða 170
Um aldatal
164
Bjarna, liefir að öllum líkindum munað Hrafn Hængsson
sjálfan, hinn fyrsta lögsögumann, frá 930 — 50, og
næstan á undan fóiarni, og er nú auðsætt, hversu
áreiðanlegt hið íslenzka tímatal vel má vera, að minnsta
kosti svo langt fram.
Aðaltilgangrinn með sumarauka, eða að auka árið
framvegis um heila viku sjöunda hvert ár, í stað þess,
sem nær sýndist liggja, að lengja að eins hvert ár um
einn dag, er auðsjáanlega sá, að halda eins vikuskipt-
ingunni eptir sem áðr, með þeim mun, að nú yrðu
sjöunda hvert ár 53 vikur í ári, í stað þess annars
vanalega 52 vikur í ári hverju. En af þessu leiðir
einnig, að vikuskipting ársins, sem upprunalega að eins
er semítisk, verðr þá fyrir löngu að liafa verið orðin
svo tíðkanleg á íslandi, að menn fyrir engan mun vildu
missa hana; en þá er spurn, hvenær hafði sú vikuskipt-
ing og með henni 364 daga árið á kornizt í fyrstu?
í>ví það er auðsjáanlegt, að vikuskiptingarinnar einnar
vegna hefir það dagatal fyrst verið fengið árinu, því það er
annars á engum ástœðum byggt, hvorki rétt við sól né
mána, og kemr hvergi fyrir að mínu viti hjá nokkurri
hinna fornu menntunar-þjóða1), nema það sem sagt er
um einn af lærisveinum Pyþagórass, Fílolaos, að hann
hafi leikið sér að, að telja 364^2 dag í árinu, ef það
annars er satt og ei að eins á misskilningi byggt. Að
vikutalið hafi þegar nokkuð snemma verið komið inn
hjá germönskum þjóðum, má af því ráða, að nafnið,
«ui7co» á gotnesku, kemr þegar fyrir í máli Gotna í
') það er að vísu merkilegt, að svo lítr út, sem firmskar þjóðir
hafi í fornöld talið 364 daga í árinu og 13 tungimánuði,
er 28 daga, eða 4 sjö daga vikur, væri í hverjum. Gffiti
her því, ef til vill, verið nokkur skjldleiki við fornt tal
norrœnt; en ársskipanin er allt önnur, og skal þessa betr
getið siðar.