Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 171
og tímatal.
165
Mösíu við Dóná, her um bil 350 árum f. Kr., og þá
hina eystri leið hefir óefað margt komizt til Norðrlanda,
einkum fyrir meðalgöngu Gotna, eða Reiðgota, sem þeir
og vóru kallaðir. Er það merkilegt, að bending í þessa
stefnu kemr jafnvel fyrir í sjálfum Eddukvæðunum, þar
sem svo segir um Skinfaxa, liest Dags (þ. e. dagsins),
að hann þyki beztr «með Reiðgotum» (Vafþrúðnismál
12), því í því liggr, að fornmenn hafi ei verið ófúsir á,
að telja Gotna sér fremri eða eldri í fróðleik; og í sömu
átt bendir einnig saga Heiðreks konungs hins vitra, er
upprunalega er á liinum ágætustu fornkvæðum byggð og
að öllu samboðnum Eddukvæðunum. En þó held eg
heldr, að vikutalið hafi fyrst komizt til Norðrlandabúa
frá Bretum eða írum, því við þær þjóðir og annað
Keltakyn vóru miklar samgöngur löngu fyrr enn almennt
er talið, og vísa eg um það til þess, sem eg hefi sagt
þar að lútandi í ritgjörð aptan við útgáfuna af «Tri-
stramssögu« 1878, bls. 423 o. fl. Landnámsmenn sjálfir
gátu því vel haft vikutalið með sér vestan um haf til
íslands, því forfeðr margra hinna ágætustu af þeim
höfðu lengi verið hálf-ílendir þar, einkum á írlandi, og
heiðni þeirra á marga vegu blandazt þar við kristnar
hugmyndir, eins og «Sólarljóð» bezt, sýna, sem frá þeim
tíma eru, þó það á hinn bóginn ei sé nema öfgar, sem
nokkurir Norðmenn nýlega hafa fundið upp á, að telja
sjálfa hina norrœnu goðafrœði einnig upp ruuna á þann
hátt. Að vikutalið sé gamalt á íslandi og að öllum
líkindum eins gamalt og byggð landsins sjálfs, sést bezt
af því, sem tekið hefir verið fram urn sumarauka, en
það sannar ei, að það hafi verið upprunalegt á Norðr-
löndum, og það því síðr sem margt annað einmitt
bendir í gagnstœða átt. Af Eddukvæðunum og mörgum
öðrum bendingum, einkum í fornlögum vorum, má leiða
rök að því, að Norðrlanda þjóðir liafi upprunalega taiið
eptir «fimmtum» en ei sjö daga vikum, og kemr það