Andvari - 01.01.1880, Síða 172
166
Um aldatal
miklu betr lieim við Forngrikkja og Egyptalandsmanna
tal eptir «tugum» og er þess utan samfelldast réttu 665
daga ári. Að egyptsku tali vóru í því 12 mánuðir
þrítugnættir 5 dögum eða 36V2 tugr daga, en að
fornnorrœnu tali 12 mánuðir þrítugnættir -j— 1 «fimmt»,
sem er hið sama, eða réttar 73 «fimmtir», og sýnist það
jafnvel fara betr og vera upprunalegra. Er það og
eptirtektavert, að í Völuspá eru einmitt taldir 72
dvergar, eins og það tal (stundum að eins 70) og kemr
víða fyrir hjá öðrum fornþjóðum, og má nú af mörgu
samtöldu ráða, að hið elzta norrœna ár upprunalega að
eins hafi verið 360 dagar eða 72 «fimmtir», og síðan að
eins hœtt einni «fimmt» við, uns þær vóru orðnar 73 eða
dagarnir í árinu 365, alveg eins og á Egyptalandi í
fornöld. Sýnist þetta jafnveJ og benda til, að «fimmtin»
verði einnig að hafa verið eldri á Egyptalandi, enn
«tugrinn» sem og ei heldr er óeðlilegt eptir tali fimm
fingra á hvorri hendi, og mætti enn að því leiða ýmis-
leg rök, ei að eins lijá þeim, heldr og einnig hjá Forn-
grikkjum og öðrum hinum elztu menntunar-þjóðum.
Læt eg mér hér nœgja, að taka það eitt íram, að
Hesiód segir á einum stað (Egya xta ýfxeQta 447—9), að
hefnidísir (Erinnyes) gangi um á «fimmtum», eða fimmta
dag mánaðar, sem því séu háskalegar og ólieillavænJogar,
til þess að refsa meinsœrismönnum eða halda yfir þeim
refsiþing. Er hér auðsjáanlegr skyldleiki við «fimmtar-
stefnur» og «fimmtarþing» í fornlögum vorum, og geta
má þess enn í sambandi við þetta, að hefnidsir koma
einnig fyrir í fornkvæðum vorum og sögum *), og eru
þar kallaðar «gramir» eða «gramar», í eintölu «gröm»,
') Smbr. í Eddultvæðumwi: Harbarðsl. 60, Skírnismál 30, og
cr þar rangt »tratnar» f. «gramar«, Ilelgakv. Hundingsb.
43, og víðar, eri í sögum bæði Droplaugars. s. hinni meiri
c. 30 og Flóamannasögu c. 24.